4.2.2008 | 13:56
Taugaveiklun
Veit ekki hvort ég á að hneykslast á framgöngu veitinga- og kaffihúsaeigenda sem væla og skæla yfir því hvernig blessaða reykingabannið fer með þá, að þeirra sögn leikur þá grátt. Reykingar á opinberum stöðum snertir alla ekki bara reykingamenn og eigendur veitingahúsanna. Málflutningur veitinga- og kaffihúsaeigenda minnir á taugaveiklunina sem greip marga hér forðum daga þegar fólk var skikkað til að nota bílbelti. Það var og er ekki einkamál þeirra sem beltin nota heldur allra. Langar að benda mönnum á að hér á Akureyri er kaffihús sem heitir Bláa Kannan og þar hefur alla tíð verið bannað að reykja og ekki komið að sök nema síður sé. Það kaffihús er og hefur verið til mikillar fyrirmyndar.
Ég sagði ykkur frá því að konan mín og vinkona okkar hafi dregið mig í bíó á laugardagskvöldið á mynd, sem þær kölluðu ,,kerlingamynd". Man ekki hvað þessi ,,kerlingamynd" heitir en ég skemmti mér samt konunglega.
Bollukaffi í Lönguhlíðinni í gær hjá Döggu og Jóa. Ásamt okkur komu einnig tengdaforeldrar Döggu afi hennar og amma og systur Jóhanns. Mikið etið af bollum og í daglok þegar ég leit í spegil sá ég eina STÓRA bollu. Finnst samt eins og allur sjarmi sé farin af bolludeginum eins og maður átti að venjast í æsku, með bolluvöndum og öllu sem honum fylgdi, breyttir tímar.
Að lokum og í beinu framhaldi af því að kuldinn bítur þessa daganna set ég með hér tvær myndir inn með þessu bloggi, sem ég tók niður í Sandgerðisbót í gærdag.
Um fyrri myndina er í sjálfu sér ekkert að segja hún skýrir sig sjálf að ég held en ef ekki þá það.
síðari myndin er tekin á sama stað og sýnir tvær trillur liggja og bíða komandi verkefna, sem trúlega verður þó ekki fyrr en fer að hlýna.
Ísilögð dokkin eins og hún er um þessar mundir er ekki til þess fallinn að leggja upp í siglingu á litlum plastbátum, en hér er fyrst og síðast um frístundabáta að ræða en ekki atvinnutæki.
Niðurtalningin er hafin, spenningur magnast sumir hugsa sér gott til glóðarinnar.
Fróðleikur dagsins: Illt er að vera ekki ánægður nema allt hafi.
335 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 190702
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi ,,Kerlingamynd" heitir Death at a funeral
Sædís Ólöf Pálsdóttir, 4.2.2008 kl. 18:33
Takk Sædís!
Páll Jóhannesson, 4.2.2008 kl. 21:34
En mér er sagt að hún sé betri en Brúðguminn!
Væluskjóðurnar í reykjavík eru farnar að hampa Kormáki sem talsmanni væluskjóðukórsins!
Edda Agnarsdóttir, 4.2.2008 kl. 23:32
Edda! mér finnst svo aumkunarvert að hlusta á vælið í honum Kormáki að það hálfa væri nóg.
Páll Jóhannesson, 5.2.2008 kl. 09:54
Flottar myndir gaman að sjá hvað frostið og snjórinn getur nú verið fallegur samt sem áður. 8 dagar.
Hrönn Jóhannesdóttir, 5.2.2008 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.