1.2.2008 | 16:17
Aldrei salt takk fyrir - ALDREI.
Atvinnubílstjórar (flutningabíla) kvarta sárann yfir því að þurfa setja keðjur undir bílana áður en ekið er í gegnum Akureyrarbæ. Þeir kvarta sárann yfir hálku á götum bæjarins og vilja láta salta göturnar svo þeir geti farið í gegn án þess að setja járnin undir, ja hérna - heyr og endemi. Ég vona að hér verði aldrei tekið upp þessi ósiður að salta götur bæjarins - ALDREI. Ég skora á þessa bílstjóra að haga bara akstri eftir aðstæðum og aka rólega í gegnum bæinn. Ekki er Akureyrarbær það stór að það geti sett stórt strik í vinnuplan þeirra að ef þeir aka eins og menn í gegnum bæinn. Svo eitt heillaráð í lokin - þeir eins og við öll hin, ættum að stinga farsíma helv... niður í vasann meðan á akstri stendur.
Þótti svolítið skondið að heyra Gest Einar lesa upp úr blöðunum í morgun þegar hann sagði eitthvað á þessa leið ,,Hér stendur í 24 (blaðinu) að u.þ.b. 30 bílar hverfa sporlaust á hverju ári..." Ég veit ekki með ykkur en ég hef aldrei vita til þess að bílar skilji eftir sig fótspor.... minn bíll skilur eftir sig hjólför - hvað með ykkar bíl?
Ég óskapaðist bísnarinnar öll yfir morgun kaffinu með konunni um að hvers vegna í ands.... allir þessir lottóvinningar sem hafa fallið Akureyringum í skaut á undanförnum vikum, en engin hjá mér. Konan leit á mig og sagði ,,hættu þessu væli maður og keyptu þér miða og þá skal ég hlusta á þetta væl í þér....."
Ég varð undir. Hélt út úr húsi og fór niður í Hamar félagsheimili Þórs enda föstudagur og þar hittist hópur Þórsara á hverjum föstudegi, málin rædd og leyst, drukkið kaffi, tippað, drukkið meira kaffi, hlegið, skipst á sögum línurnar lagðar. Þessar stundir eru gulls ígildi alger snilld.
Málsháttur dagsins: Margur hleypur langt fyrir lítinn ávinning.249 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 190807
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Akureyringar vilja ekki salt á götur. Það er meginlína sem við sem hér höfum búið lengi vitum. Saltsullið á götum höfðuðborgarinnar er verra viðureigna en hreini snjórinn okkar og jafnvel verra en klakinn sem verið hefur að undanförnu.
Jón Ingi Cæsarsson, 1.2.2008 kl. 20:27
Ég hef sagt það áður og segi aftur, þú átt fyrna gott að vera í svona góðum félagsskap með Þórsurum!
Það er líka af svo mikilli væntumþykju og virðingu sem þú bloggar um félagið þitt og starfið í kringum það.
Edda Agnarsdóttir, 2.2.2008 kl. 13:29
Salt - aldrei í mínum huga er ekkert að hálkuvörnum í bænum mínum bara hreint ekki neitt. En því miður eru ökumenn sumir hverjir hreinlega að fara á taugum. Menn verða bara haga akstri eftir aðstæðum það getur ekki munað öllu hvort maður er 5 eða 8 mínútur á áfangastað. En samkvæmt mælingum er maður venjulega á bilinu 5-10 mínútur að komast á milli staða á Akureyri að hámarki.
Edda! Íþróttafélagið Þór skipar háan sess í mínu lífi. Mikill hluti frítíma míns fer í að leggja hönd á plóginn við að efla félagið. Það er skýr stefna stjórna félagsins að þegar við höldum uppá 100 ára afmælið 2015 þá verði félagið skuldlaust og í fremstu röð á landsvísu á öllum þeim vígstöðum sem félagið er að berjast á.
Páll Jóhannesson, 2.2.2008 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.