27.1.2008 | 14:54
Disney -tónleika í Glerárkirkju og þú mætir.... Er það ekki?
Stormasamur dagur víða um land vægast sagt. Enn og aftur þarf að brýna fólk um að koma böndum á allt lauslegt svo það fjúki ekki út í veður og vind. Þessum látum fylgja hlýindi og sá litil snjór sem hér var er á hröðu undanhaldi. Stundum er sagt ,,þetta er bara lognið á undan storminum" greinilegt því ef langtímaspár ganga upp þá mun frysta hressilega um eða upp úr miðri viku brrrrrr.
Knattspyrnulið Þórs hélt á föstudag í æfingaferð þar sem þeir munu leika gegn úrvalsdeildarliðum Akranes og Íslandsmeisturum Vals. Í gær léku þeir gegn ÍA og lauk þeim leik 4-2 fyrir ÍA. Í dag munu þeir svo leika gegn Íslandsmeisturunum. Þór telfdi fram nýjum leikmanni Belmondo Mbangha 26 ára miðvallarleikmaður frá Kamerún þótti þessi kappi standa sig hreint frábærlega þrátt fyrir að eiga langt ferðalag að baki og hoppa beint í leik. Skilst að í leikslok hafi verið skrifað undir tveggja ára samning við leikmanninn. Þá mun körfuboltalið Þórs etja kappi við KR á útvelli í kvöld ef veður hamlar ekki för þeirra.
Mínir menn í Manchester City leika svo í bikarnum í dag á útivelli gegn Sheff.Udt. í leik sem ég hélt að hefði átt að fara fram í gær. En alla vega leikurinn er í dag geri ég kröfu á sigur minna manna og hana nú.
Spaugstofan skoraði feitt í gær. Þvílík snilld að fylgjast með þessu landsliði grínista sem tóku kjörna borgarfulltrúa á beinið og sýndu landslýðnum hina einu sönnu og raunverulegu mynd af þessu hópi misvitra stjórnmálamanna.
Í dag heldur æskulýðskór Glerárkirkju tvenna tónleika í kirkjunni sinni. Eru þetta svokallaðir Disney-tónleikar. Með kórnum syngja m.a. Birgitta Haukdal, Ína ædolstjarna og ungur og lítt þekktur söngvari að nafni Hjalti Jónsson.
Í gær var ég viðstaddur lokaæfingu kórsins þar sem allt var keyrt í gegn. Greinilegt að maður á von á hreint út sagt frábærum tónleikum svo ekki sé nú meira sagt. Hin unga og bráðsnjalla Ásta Magnúsdóttir kórstjóri er greinilega á góðri leið með að búa til frábærann kór. Allur ágóði af þessum tónleikum rennur í ferðasjóð. Kórinn mun í byrjun júní n.k. halda í vikuferð til Þýskalands í æfinga- og tónleikaferð. Hvet alla sem hafa tök á að fara á seinni tónleikana ef enn eru til miðar. Ekki missa af þessu.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 190696
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alltaf fútt hjá þér þarna fyrir norðan, tónleikar, íþróttir, sjónvarpið og myndavélin! Tókstu ekki nærmyndir af þessum ædolum norðurlands?
Edda Agnarsdóttir, 27.1.2008 kl. 18:56
Myndir og umfjöllun á morgun - ekki málið.
Páll Jóhannesson, 27.1.2008 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.