Leita í fréttum mbl.is

Og ég sem hélt að hnífurinn stæði í kúnni....

Gúrka, gúrka og meiri gúrka! Frétta- og blaðamannastéttirnar komust enn og aftur í feitt. Kjörnir borgarfulltrúar Reykjavíkur sjá til þess að sagan endalausa er skráð upp á nýtt og strokuð út reglulega með óreglulegum hætti þannig að engin skilur upp né niður í hvað er að gera, og síst af öllu þeir sjálfir.

Hver sveik hvern? hverjum er treystandi og hverjum ekki? í hvaða baki stendur hnífur? og ég sem hélt að hann stæði venjulega í kúnni? Sjallarnir treysta Óla ,,eina" enda ljótt að skilja útundan því komið hefur á daginn að hann er einn í flokki. Það stendur þó til bóta einhvern tímann þegar dóttir hans snýr úr fæðingarorlofi. Þó má ekki gleyma því að á sama tíma græðir listamannastéttin, af hverju? Nú ekki hefst undan við að höggva út nýjar brjóstmyndir af nýjum borgarstjóra þegar búið er að steypa af stóli og koma nýjum að. Og vel á minnst launadeildin í ráðhúsinu fær aukið verkefni með reglulegu millibili við að reikna út biðlaun þessa fólks sem hagar sér eins og smábörn í sandkassaleik.

Undrast þögnina sem ríkir í herbúðum sonarins á heimilinu, hvað ætli valdi? Gæti verið að úrslit kvöldsins spili þar stórt inn, skildi þó ekki vera? Að sögn voru Arsenal og Tottenham að spila í deildarbikarnum í kvöld. Hef lúmskan grun um að það sé ástæða þagnarinnar úr herberginu hans. Þori ekki að banka upp og spyrja, fer bara á textavarpið og gái.......

Heyrði í kvöld í Hrönn systir sem býr í Njarðvíkurborg. Greinilegt að hún er búin að fá nóg af roki. Farin að þrá smá logn. Skil það mæta vel enda hefur hvert stórviðrið með stormi og leiðindum gengið yfir suðvestur horn landsins undanfarnar vikur. Skiljanlega verður fólk pirrað. Vona að ,,litla" systir verði bænheyrð, hún á það skilið.

MániEr haldin ljósmyndadellu. Fjölskyldan er að verða nett pirruð stundum á því að fá ekki stundarfrið frá myndavélinni. Þess vegna bregð ég mér af bæ af og til, til þess að mynda náttúruna og hið nánasta umhverfi mitt. Nú þegar sól fer ört hækkandi á lofti og snjór liggur yfir öllu verður birtan afar skemmtileg. Í gær brá ég mér út með vélina og myndaði hátt og lágt enda birtan einstaklega falleg. Læt fylgja með þessari færslu eina mynd sem ég tók af tunglinu. Það er eitthvað svo heillandi við Tunglið. Tunglið togar. Hver man ekki eftir kvæðinu ,,Tunglið, tunglið taktu mig og berðu mig upp til skýja......."

Málsháttur dagsins: Eftir konungsins sið breytir allt hans lið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Páll þetta er óhugnaður. Ég er búin að mótmæla þótt ég búi ekki í Rvk.

En myndin þín er góð.

Edda Agnarsdóttir, 23.1.2008 kl. 00:35

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég hef fréttir páll. Málið er nefnilega að ég hef verið í sambandi norður í dag og í gær við einn einstakling, eftir þau símtöl sá ég mig knúinn til að splæsa nokkur aukasímtal á félaga mína og spyrja hvort einhver flugufótur væri fyrir þessu.

Nefnilega er mikil og megn óánæga með stjórn Þórs og eiginlega bara allt íþróttastarf í þorpinu. Eru nokkrir þess hugar að Þórsarar hafi eyðilagt allt sem áður var íþróttamenning á Akureyri með að vilja sameina allt sem snerist um hreyfingu undir merki þórs. Kalla það bara sameinað lið Akureyrar.

Það mikla peningamagn sem þarf til að reysa þessa miklu íþróttahús á svæði þórs svo ekki sé talað um það magn peninga sem þarf til að reka það gat ekki þór eitt og sér útvegað því var brugðið á það óþverrabragð að múta bæjarstjórn, leggja unglingastarf KA niður og flytja bara allt góssið upp í þorpið.

ER EITTHVAÐ TIL Í ÞESSU ÖLLU PÁLL??

S. Lúther Gestsson, 23.1.2008 kl. 00:43

3 identicon

Það er svo gaman að taka myndir.  skil þig svo vel

AnnaBogga (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 09:33

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Edda! ég segi að vinnubrögðin í borginni sé = vaselín. Allt í einu stendur Óli einn engin vill leika nema sjálfstæðismenn. Þessi meirihluti fer af stað eins og ferðalangur sem leggur upp í langferðalag á bílnum sínum án varadekks og treystir á að ekki hvellspringi.

Lúter! Við Þórsarar erum búnir að mála bæinn rauðann, mergsjúgum bæjarsjóð og innan skamms verður litla svæðið á brekkunni málað rautt, og málið dautt.

Leggja niður unglingastarf á brekkunni, ef svo er þá sjá þeir um það sjálfir...

Páll Jóhannesson, 23.1.2008 kl. 12:25

5 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Sammála ykkur Eddu . Það er nú meiri vitleysan í gangi. En þetta er ekki barátta  um völd segja þeir báðir Ólafur og Vilhjálmur. Þeir eru bara að bjarga "Borginni". Allt gert fyrir borgarbúa,góðir strákar.

Ef ég væri vön að bera höfuðfat, mundi ég taka ofan fyrir þeim Margréti og Guðrúnu. Heldur Ólafur að hann sé eini haninn í hópnum og geti galað eins og honum listir. Held hann sé efni í einræðisherra.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 23.1.2008 kl. 15:01

6 Smámynd: Jac Norðquist

Flottar myndir Palli ! Hvernig vél brúkaru ? Ég er sjálfur að rembast við að taka myndir.... það er nú samt varla að ég nái að slefa upp í Amatörinn.... ekki misskilja orðalagið  en æfingin skapar meistarann ekki satt.... Með Borgarmálin í Reykjavík.... Fáránlegt ! Ég bara vona að Margrét S nái að fella þetta dæmi... svei mér þá.

Jac "Bói" Norðquist

Jac Norðquist, 24.1.2008 kl. 01:10

7 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sæll Bói! Ég er nýbúinn að taka í notkun Canon 400D en fram til þessa var ég með Olympus. Svo hér eftir verð myndir teknar á Canon mest áberandi í myndaalbúminu.

Páll Jóhannesson, 24.1.2008 kl. 08:29

8 Smámynd: Jac Norðquist

Ég á einmitt Canon 350D Rebel XT amerísku útgáfuna.... þetta eru bara snilldar vélar.... nú langar mig auðvitað í 400 vélina en mér er ráðlagt að bíða eftir 450D vélinni sem kemur á markað fyrr en varir.

Því miður þá hef ég lítinn tíma fyrir myndatökur en reyni þó að fara við og við út í buskann með vélina. Afraksturinn má sjá hér...svona að hluta amk. http://www.flickr.com/photos/79608128@N00

Jac Norðquist, 24.1.2008 kl. 19:11

9 Smámynd: Páll Jóhannesson

Flottar myndir hjá þér Bói! tveir félagar mínir hér sem eiga eins vél og ég skora linnulítið á mig um að fara á flickr... kannski ég láti verða að því.

En endilega láttu verða að því að skreppa á fjöll við tækifæri það er svo gaman að mynda þar hahahahaha

Páll Jóhannesson, 24.1.2008 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband