30.12.2007 | 22:54
Í ævintýraleit eins og fávitar.
,,Það er allt á floti allstaðar" söng Skapti forðum daga með stæl. Óhætt að segja að allt hafi farið á flot í borginni og víðar á suðvestur horni landsins í dag. Þá fauk nánast allt sem fokið gat. Þetta kom engum á óvart, engum. Spáin sl. daga hefur verið með þeim hætti að engum heilvita manni hefði átt að detta í hug að halda til fjalla, engum. Samt kom það ekki í veg fyrir að fólk þeysti upp á hálendið í leit að ævintýrum eins og fátvitar. Held svei mér þá að ég taki undir með kunningja mínum sem sagði að kannski væri komin tími á að bjóða upp bíldruslur svona fólks og láta andvirði renna í sjóð Hjálparsveitanna. Svona fólk er nefnilega ekki einvörðungu að leggja sitt eigið líf í hættu heldur alls fólksins sem tekur þátt í að leita að og bjarga þeim úr þeim vandræðum sem það kom sér í með snarvitlausri hegðun.
Síðasti leikur minna manna í Manchester City á árinu var háður á heimavelli City gegn Liverpool. Hafði því miður ekki tök á að horfa á leikinn og hvað þá að leyfa mér þann munað að vera á staðnum, því miður. Að sögn skilst mér að leikurinn hafi ekki verið neitt sérstaklega skemmtilegur á að horfa. Markalaust Jafntefli niðurstaðan og eitt stig í hús. Er liðið enn taplaust á heimavelli það sem af er leiktíðar. Er þetta aðeins annar leikurinn sem þeir verða deila stigum með andstæðingunum vegna jafnteflis. Eftir leikinn situr City í 5. sæti úrvalsdeildarinnar sem hlýtur að vera bara nokkuð ásættanlegt, en betur má ef duga skal. Hef trú á því að liðið eigi eftir að standa sig áfram á nýju ári.
Aldrei þessu vant þá settist ég fyrir framan sjónvarpið í dag og horfði á Silfur Egils, sem ég geri ekki oft. Tvennt vakti athygli mína fremur en annað í þættinum. Í fyrsta lagi þáttur Hönnu Birnu sem greinilega er hefur gleymt atburðarrásinni í kringum Rey - málið. Hanna Birna hagaði sér eins og gömul kerling, pirruð, sár og geðvond og lét þá Hallgrím Helgason og Reyni Traustason ergja sig út í eitt. Hún hefði átt að sleppa því að mæta - greyið. En víst er að Hallgrímur og Reynir hljóta liggja í hláturskasti langt fram á næsta ár, ég líka
Hitt var þáttur Bjarna Harðarsonar framsóknarmanns. Maður veit aldrei hvort hann ætlar að stiga í hægri eða vinstri fótinn, það sem verra er að hann veit það ekki sjálfur. Það kemur kannski ekkert á óvart hann er jú í þannig stjórnmálaflokk, sem rekur áfram um í íslenskri pólitík, stjórnlaust, án stefnu þar sem hver höndin er upp á móti annarri. Mig rak í rogastans þegar hann sagði það vonbrigði að Samfylkingin hafi ekki slitið stjórnarsamstarfinu í haust og komið á nýrri stjórn með Framsókn og VG. Maðurinn getur ekki verið í lagi, í stjórn með Framsókn, come on, hefur Bjarni ekki tekið eftir því að framsókn er dáinn? Og skynjar maðurinn ekki að þjóðin hefur fengið nóg af þátttöku þeirra í landsmálum.
Málsháttur dagsins; Oft verður ótrúum endurgoldið með einsháttuðum varningi.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Palli minn. Íslendingar virðast ekki taka mikið mark á veðurspám, það hefur margoft sýnt sig. Viðvaranir veðurfræðinga láta þeir eins og vind um eyru þjóta.
Ég horfi oftast á Silfur Egils, hef gaman að heyra skoðanir fólks. Ég er ekki sammála þér að Hanna Birna hafi hagað sér eins og gömul kerling, pirruð , sár og geðill. Ég þekki ekki til þessháttar framkomu hjá gömlu fólki. Hún hagaði sér eins og ég veit ekki hvað!!! Finnst hún þurfa að taka á framkomu sinni og gæta skapsmunanna.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 31.12.2007 kl. 10:46
Hæ hæ bara óska ykkur gleðilegs nýs árs með þökk fyrir það gamla sem er að taka enda. Hittumst vonandi hress og kát á nýju ári Kveðja frá okkur á suðurnesjum
Hrönn Jóhannesdóttir, 31.12.2007 kl. 12:10
Mamma mín! verð að biðjast afsökunar á því að hafa líkt Hönnu Birnu við gamalt fólk. Auðvitað er gamalt fólk ekki svona, en því miður tekur maður svona til orða stundum, ég lofa að gera það aldrei aftur, ALDREI.
Hlakka til að fá ykkur í mat á eftir.
Hrönn mín skemmtið ykkur vel í kvöld.
Áramótakveðja.
Páll Jóhannesson, 31.12.2007 kl. 13:24
Hanna Birna er dálítið sérstök, það hefur með hennar rödd að gera, þótt ótrúlegt sé að þá hef ég mikla trú á henni sem stjórnmálamanni.
Gleðilegt og gæfuríkt ár Þorsteinn minn og takk fyrir að vera í bloggvinahópnum mínum!
Edda Agnarsdóttir, 1.1.2008 kl. 00:18
Edda! gleðilegt ár og þakka þér fyrir að vera bloggvinur - en hver er þessi Þorsteinn?
Páll Jóhannesson, 1.1.2008 kl. 01:13
Fyrirgefðu Páll minn, ég hef greinilega verið að hugsa svona mikið um hann Þorstein Ingimarsson bloggvin minn, Samfylkingarmann úr Kópavogi með meiru. Ég sendi þér slóðina hans hér.
Ég þarf að fara skoða hvort ég hafi skrifað PÁLL hjá honum!
Edda Agnarsdóttir, 1.1.2008 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.