Leita í fréttum mbl.is

Margrét Lára íþróttamaður ársins - hneyksli eða sanngirni?

Búinn að flakka um bloggið og lesa hvað mönnum finnst um kjör Margrétar Láru, sem íþróttamann ársins. Sumir eiga ekki orð af hrifningu á meðan aðrir eru orðlausir vegna hneykslan. Hjó þó eftir því að ansi margir segja Margréti ,,flottan íþróttamann" gott og vel en var þetta fegurðarsamkeppni? Sannast sagna átti ég von á því að Jón Arnór Stefánsson myndi hreppa hnossið.

Kjörið vekur þó upp spurningu hjá mér t.d. hvernig stóð á því að hún var ekki kjörin besti leikmaður Íslandsmótsins í sumar af leikmönnum, þjálfurum og forráðamönnum liðanna? Var það fólk ekki hæft? eru íþróttafréttamenn hæfir? Ég veit ekki, en óska Margréti til hamingju með titilinn, hann er hennar þrátt fyrir allar pælingar hins misvitra bloggheims.

Á morgun laugardag verður opið hús í Hamri félagsheimili Íþróttafélagsins Þórs. Þar verður m.a. lýst kjöri íþróttamanns Þórs. Hvort það kjör muni valda jafnmiklum deilum og kjör á Margréti Láru skal ósagt látið. En alla vega geri ég ekki ráð fyrir háværum deilum þar um.

Fleira verður á boðstólum á opnu húsi hjá Þór en kjör á íþróttamanni félagsins. Þar verða menn heiðraðir fyrir vel unnin störf. Fluttur verður annáll ársins, landsliðsfólk á vegum Þórs verður heiðrað. Þá mun Axel Stefánsson handknattleiksþjálfari úrvalsdeildarliðs Elverum í Noregi flytja ræðu dagsins. Kaffi, kakó, kökur og ýmislegt annað góðgæti verður á boðstólum í boði húsnefndar Hamars sem skipuð er kraft miklum konum, sem hafa til þessa staðið sig með miklu prýði, nema hvað? Dagskráin hefst kl. 14:00 og hvet ég alla sem tök hafa á að koma í Hamar og njóta dagsins með okkur og gera árið upp með miklum glæsibrag, enda er þessi dagur sem við lýsum kjöri íþróttamanns Þórs orðin að sannkölluðum hátíðisdegi.

Fróðleikur dagsins: Sjaldan er seinni gifting betri, hafi góð verið sú fyrri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Já,  hneyksli eða sanngirni.

Ég skildi nú bara ekkert í því að hún skyldi ekki vera valin besti leikmaður ársins í sumar. Það var mér ráðgáta, ég segi ekki hneyksli, því ég veit ekki hvað lá þar að baki. Ef það var öfund, var það hneyksli, en ef það var heiðvirt mat, þá vita þjálfarar hinna liðanna eitthvað sem aðrir vita ekki um framistöðu leikmanna á íslandsmóti í knattspyrnu kvenmna 2007.

Vissulega er Margrét afar glæsilegur íþróttamaður og afar glæsileg kona, og hefur það í sjálfu sér ekkert að gera með hana sem íþróttamann,  en ætti samt ekki að spilla fyrir henni á neinn hátt.

En að Jóni Stefánssyni ólöstuðum, er varla hægt að segja annað en að Margrét sé vel að þessum titli komin.  Íslenska landsliðið stendur mjög framarlega og þar hefur staðið fremst nú undanfarið okkar bestu knattspyrnukonur, Margrét og Ásthildur, sem þurfti að leggja skóna á hilluna fyrr en maður vonaði.

Íslensk kvennaknattspyrna fær ákveðna viðurkenningu með þessum titli í dag.

Til hamingju Ísland! Til hamingju með hana Margréti Láru Viðarsdóttur.

Jón Halldór Guðmundsson, 29.12.2007 kl. 01:09

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

En, enn og aftur kemur í ljós að það er nokkuð sama hver verður fyrir valinu hverju sinni, sitt sýnist hverjum, hverjum finnst sinn fugl fegurstur og allt það. Og vissulega er það rétt hjá þér að þetta er stór sigur fyrir kvenna knattspyrnuna.  

Páll Jóhannesson, 29.12.2007 kl. 01:16

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég er hæst ánægð með valið og alveg sérstaklega vegna kvennaknattspyrnunnar.

En það er ekki laust við að ég öfundi þig af félagsskap Þórs, þetta verkar á mig eins og þetta allt sé svo spennandi félagsskapur og góður!   En það eru kannski engar konur með ykkur?

Annars á ég þrumuguðinn Þór, það er minn yngsti.

Gleðilegt ár!

Edda Agnarsdóttir, 29.12.2007 kl. 01:27

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Jú Edda! við erum með konur t.d. rekum við úrvalsdeildarlið í knattspyrnu kvenna þar sem ein af okkar stelpum Rakel Hönnudóttir var kjörin efnilegasta knattspyrnukona landsins 2007 á lokahófi KSÍ. 1. deildarlið í körfubolta. Svo má ekki gleyma því að einn af betri Tae-kwo-do mönnum ársins er kona sem heitir Rut Sigurðardóttir. Hún var t.a.m. Norðurlandameistari unglinga og er margfaldur íslandsmeistari. Hún var íþróttamaður Þórs 2003. Þá má ekki gleyma að árið áður var Ásta Árnadóttir knattspyrnukona sem nú er í Val kjörin íþróttamaður Þórs 2002, sjáðu konur tvö ár í röð.

Áramótakveðja

Páll Jóhannesson, 29.12.2007 kl. 11:33

5 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ég hef nú ansi litla þekkingu á þessum  málum og veit ekkert um það hver eigi þennan titil skilið ,fremur en hinn. En óska Margréti Láru til hamingju með titilinn.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 29.12.2007 kl. 13:15

6 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

MARGRÉT átti hann skili   og svo var fram deildarbikarmeistara

sem geri daginn góðan

                Gleðileg ár Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 29.12.2007 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband