28.12.2007 | 00:01
,,Að muna eftir uppruna sínum"
Þar hlaut að koma að því að því að mínir menn misstigu sig á heimavelli. Það gerðist þegar þeir tóku á móti Blackburn og lauk leiknum með 2-2 jafntefli. Þótt þeir hafi misstigið sig þá er eitt stig betra en ekki neitt, og eru þeir ekki taplausir á heimavelli í deildinni.
Lokaleikur ársins hjá þeim verður svo þann 30. desember og þá fá þeir Liverpool í heimsókn og er löngu uppselt á þann leik, skildu sigur í þeim leik. Fyrir seinasta heimaleik City ár hvert er mikið um dýrðir og mikið húllum hæ. Ég ásamt Sölla og Jóa tengdasyni var staddur á lokaleik liðsins þann 30. desember 2005 þegar þeir öttu kappi við Englandsmeistara Chelsea og var það ógleymanleg skemmtun. Að vísu voru úrslitin ekki hagstæð okkur City-mönnum, en það er önnur ella. Myndin með þessari færslu var einmitt tekin stuttu fyrir leik fyrir framan leikvanginn, sem er afar glæsilegt mannvirki, hvar sem á það er litið. Eyddum við félagar öllum deginum í að skoða allt sem hægt var að skoða og versluðum talsvert í hinni flottu verslun City sem er staðsett við leikvanginn. Segi enn og aftur áfram Manchester City.
Las í dag að vandræða gemlingurinn og fyrrum leikmaður Manchester City Joey Barton sem nú leikur með Newcastle hafi komið sér enn og aftur í vandræði. Mun hann hafa verið handtekin í Liverpool borg eftir grófa líkamsárás. Mikið er maður sáttur við að forráðamenn Manchester City létu þennan vandræðagemling fara. Greinilegt að þar sem Joey Barton er á ferð, þá eru vandræði.
Fórum í Hraungerðina í kvöld og snæddum dýrindis málsverð hjá vinum okkar en það sem borið er á borð hjá þeim heiðurshjónum klikkar aldrei, aldrei. Spjall yfir kaffi og konfekti fram eftir kvöldi og spáð í framtíðina og fortíðin gerð upp - það sem maður enn man.
Svo í lokin langar mig að benda ykkur á að komin er stórgóður pistill eftir Sölmund á politik.is þar sem hann er ritstjóri. Sá pistill er alger snilld og þar hittir hann naglann á höfuðið og ber yfirskriftina ,,Að muna eftir uppruna sínum. Hægt er að lesa pistilinn með því að smella hér.
Málsháttur dagsins: Fyrst skal læra seinaganginn áður en menn fara að hlaupa.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.