21.12.2007 | 08:45
Perri eða ljúflingur?
Jólasveinn dagsins heitir Gluggagægir. Hann hefur komist upp með þessa áráttu sína í gegnum tíðina þ.e. að liggja gægjum. Nútímamaðurinn væri kallaður perri ef hann stundaði sömu iðju. Gluggagægi er fyrirgefin þessi leiða árátta trúlega af því að hann er skilur efir sig ummerki, hann gefur í skóinn. Gott og vel. Vísa tileinkuð honum er þannig:
Tíundi var Gluggagægir, grályndur mann, sem laumaðist á skjáinn og leit inn um hann.
Ef eitthvað var þar inni álitlegt að sjá, hann oftast nær seinna í það reyndi að ná.
Á morgun kemur svo sá ellefti og heitir sá Gáttaþefur.
Veðrið á landinu heldur áfram að vera með ólíkindum. Mikill hiti hvar sem borið er niður. Ef allt er með felldu og landið ætti að vera þakið að mestu snjó þarf fólk sumstaðar að glíma við flóð og vatnavexti. Er það nokkuð sem væri nær lagi á vorin þegar snjóa leysir.
Besta hljómsveit allra tíma Led Zeppelin er í fréttum dagsins t.d. á mbl.is. ,,Slúðurvefveitan Bang Showbiz greindi frá því í gær að búið væri að bóka Led Zeppelin sem aðalnúmerið á Glastonbury tónlistarhátíðina á næsta ári áður en þeir halda í átján mánaða tónleikaferð um heiminn". Taka skal fram að hér er vitnað í ,,Slúðurvefveitu". En vonandi er eitthvað sannleikskorn í þessu. Þvílíkir snillingar þessir karlar. Það væri bara snilldin ein fyrir heiminn ef satt reynist.
Fróðleikur dagsins: Ef þú nærð ekki árangri í fyrstu tilraun, þá er fallhlífarstökk alls ekki fyrir þig.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.