20.12.2007 | 08:51
Rugl og ekkert annað.
Rugl og ekkert annað en rugl. Ekki það að ég vilji sýna vanþakklæti en það er eitthvað beyglað við veðurfarið þessa daganna. Í gær komst t.d. hitastigið í Vopnafirði upp í 14 gráður í +. Gott veður á Vopnafirði er ekkert einsdæmi, en það er jú 20. desember. Ef allt væri með felldu þá á jörð að vera hvít af snjó hér norður á hjara veraldar. Vissulega er notalegt að fara út í bíl í morgunsárið að morgni 20. desember og hitastigið hér skuli vera 12 gráður, en í raun er þetta rugl. Óttast að breyttir hegðunarhættir nútímamannsins sé að koma í bakið á okkur, því miður.
Veit ekki, en hef trú á því að þetta geti haft áhrif á ferðahætti jólasveinsins, í gegnum tíðina hafa þeir notast við skíði, þau gagnast lítt nú. Í dag kom hin geðþekki Bjúgnakrækir til byggða. Um hann er sagt í gömlum kvæðum, það er ekkert rugl.
Níundi var Bjúgnakrækir, brögðóttur og snar. Hann hentist upp í rjáfrin, Og hnuplaði þar.
Á eldhúsbita sat hann í sóti og reyk og át þar hangið bjúga, sem engan sveik.
Það er líkt komið með Bjúgnakræki og Skyrgám þ.e.a.s. talsvert úrval er á þessum mat svo hann ætti að geta valið úr. Á morgun kemur svo Gluggagægir sem er 10. í röð þeirra bræðra.
Þá er ný rannsókn búin að sýna að handfrjáls búnaður á farsíma sé hættulegur. Þetta kemur einhvern vegin á engan hátt á óvart. Fólk yfir höfuð á ekki að vera tala í síma þegar það er að keyra. Akstur krefst fullra athygli ökumanns hvar og hvenær sem er. Held að það sé löngu komin tími á að gera alvöru átak í að stöðva menn sem tala í síma um leið og þeir eru úti að aka.
Þessi heiðursmaður hefur unnið m.a. við; Bókhald hérlendis og erlendis, séð um að bókhald á flugfélagi færi ekki á ofurflug, sölumaður í lagmetisgeiranum, þegar hann hafði lært þar alla klæki tók hann að sér að veita því fyrirtæki forstöðu. Snéri sér svo næst að því að halda utan um rekstur á SÁÁ um árabil og sá til þess að tékkheftið þar fengi enga timburmenni. Því næst snéri hann sér á fullorðinsárum að því að endurmennta sig í Háskólanum í Reykjavík. Samhliða þessu stýrði hann litlu geðsjúkrahúsi út á landi og gerir enn í hluta starfi. Að námi loknum réði hann sig til byggingafyrirtækis tímabundið til þess að koma skikki á bókhald og rekstur þess. Þessi skammtímaráðning stendur enn nokkrum árum síðar og fyrirtækið hefur bara vaxið. Hann er Valsari með stóru V-i og heldur með einhverju rauðklæddum liði á Englandi sem kallast Liverpool, og er það trúlega hans stærsti galli.
Sá sem hér er um rætt er eins og fyrr segir heiðursmaðurinn og svili minn Theódór Halldórsson og ástæða þess að ég nefni hann til sögunar í dag er að þetta er afmælisdagur hans. Sendi honum mínar bestu afmæliskveðjur.
Málsháttur dagsins: Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.