17.12.2007 | 08:59
Hvað fangar huga hans nú?
Sá sjötti var Askasleikir. Já gott fólk Askasleikir kom til byggða í nótt ef allt hefur verið með felldu. Nútímamaðurinn er löngu hættur að nota aska svo mér leikur forvitni á að vita hvað fangar huga hans nú á tímum.
Sá sjötti, Askasleikir, var alveg dæmalaus. Hann fram undan rúmunum, rak sinn ljóta haus. Þegar fólkið setti askana, fyrir kött og hund, hann slunginn var að ná þeim,
og sleikja á ýmsa lund.
Það vekur enn og aftur athygli hjá mér hversu óvægin við erum við þessa annars ágætu karla. Því í kvæðinu segir ,,rak sinn ljóta haus" heyr og endemi. Er einhver ljótur? erum ekki allir fallegir á sinn hátt? þ.e.a.s. engin er ljótur bara mismunandi fallegir, ekki satt?
Á morgun kemur svo Hurðarskellir til byggða. Hann hefur ekki enn þurft að breyta svo mjög sínum lífsháttum þar sem menn nota enn hurðir á hýbýli sín.
Málsháttur dagsins: Efndanna er oft vant þó heitin séu góð.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Komdu sæll Palli minn.Ég hef aldrei áður farið inn á bloggið þinn.Datt svona í hug að kíka er ég leit inn til ÖB.Verð þá auðvitað að kvitta fyrir komuna.Þú ert duglegur að blogga sé ég,enda kannski bara upplyfting fyrir þig að hafa þetta.Er ekki annars allt gott af ykkur að frétta ? Allt fínt að frétta af mér og mínum í myrkrinu þessa dagana. Reynir maður ekki bara að njóta aðventunnar,fara á tónleika og annað sem bíðst til að stytta sér stundirnar. Bestu kveðjur frá Hornafirði.
Ása (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 13:26
Sæl Ása! og gaman að þú skulir hafa kíkt inn, endilega haltu því áfram. Jú það er bara allt gott að frétta af okkur. Það er líkt með mig og Grétu við höfum reynt að njóta aðventunnar eins og framast er unnt m.a. farið á tvenna tónleika. Fórum fyrst á tónleika með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Garðari Cortes og því næst á Frostrósartónleika í Glerárkirkju þar sem dýfurnar Hera Björk, Margrét Eir, Regína Ósk og Heiða fóru á kostum. Á þeim tónlekum söng æskulýðskórinn sem hún Sædís okkar er í, frábært.
e.s. þetta með myrkrið það er dálítið mikið hér líka þar sem allur snjór er á bak og burt. En maður lýsir upp skammdegið með jólaseríum í alla glugga og út um allt.
kv Palli og Gréta.
Páll Jóhannesson, 17.12.2007 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.