16.12.2007 | 11:43
Símalínum slær saman....
Ef borið er saman skoðun mín og skoðun þeirra sem kusu lag Svölu Björgvinsdóttur kemur í ljós að þar er himin og haf ber á milli. Lagið er svo afspyrnu lélegt og leiðinlegt að það getur ekki verið annað en að símalínum hafi slegið saman. Ég fer fram á opinbera rannsókn á þessu hneyksli.
Spaugstofan klikkaði ekki fremur en fyrri daginn. Yrði saga til næsta bæjar ef svo yrði. Hittu þeir naglan rækilega á höfuðið þegar þeir gerðu grín af sturlunar ástandi hinnar íslensku þjóðar. Veltist um af hlátri.
Í gærkvöld fékk Eiður Smári loksins tækifæri innan vallar hjá Börsungum. Hann nýtti það afar vel og skoraði meðal annars eitt af þremur mörkum liðsins. Samkvæmt heimildum átti Eiður Smári frábæran leik, það er fagnaðarefni.
Í dag fara fram tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni. Litla liðið í Manchester fer til Liverpool og mætir þar hinu fornfræga stórveldi sem þar ræður ríkjum. Tippa á jafntefli. Hinn stórleikurinn er milli Lundúnaliðanna Arsenal og Chelsea. Nokkuð viss um að litla liðið í þessum slag þ.e.a.s. Chelsea verði sent heim með skottið á milla aftur lappana, versta falli jafntefli.
Í dag kom jólasveinninn Pottaskefill til byggða. Verð að taka fram að hann kom ekki við á mínu heimili. en hafi svo verið fór hann án þess að skilja eftir sig sýnileg ummerki. Um hann var ort líkt og bræður hans í gömlum kvæðum og þar segir.
Sá fimmti, Pottaskefill, var skrítið kuldastrá. - Þegar börnin fengu skófir, hann barði dyrnar á.
Þau ruku´ upp, til að gá að, hvort gestur væri á ferð. Þá flýtti´ ann sér að pottunum,og fékk sér góðan verð.Á morgun kemur Askasleikir til byggða og er hann einn þeirra sem hlýtur að hafa þurft að laga sig að breyttum venjum okkar. Notar einhver aska í dag? Einhvern vegin efast ég um það.
Málsháttur dagsins: Oft er þras á þingum.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir eru góðir þessir jólasveinar, Grýla hefur alið þá betur upp en margir foreldrar dagsins í dag! Þeir hafa verið uppvaskarar síns tíma og ættu því að vera fyrir mynd karlmennskunnar!
Edda Agnarsdóttir, 16.12.2007 kl. 13:18
Páll ég gleymdi að segja, góð húfan þín!
Edda Agnarsdóttir, 16.12.2007 kl. 13:19
Ekki horfði ég á sjónvarpið í gær, en mun reyna að ná endursýningu á Spaugstofunni. Pottaskefill kom ekki heldur við hjá mér enda engar skófir að fá á mínum bæ. En ég býst ekki við að Askasleikir komi heldur hingað. Að vísu á ég "Ask" en í hann hefur aldrei verið settur matur. Hann trjónir bara hér sem stofustáss.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 16.12.2007 kl. 13:40
Takk Edda! nú er maður sko komin í jólaskap. Stefni á að skipta reglulega um myndir í haus og af mér sjálfum svona eftir stemmingunni.
Mamma! prufaðu að lauma smá bita í askinn og settu hann undir rúm, aldrei að vita hvað gerist. Annars er svo sem enn meiri hætta á að pabbi komist í askinn á undan Askasleiki
Páll Jóhannesson, 16.12.2007 kl. 14:52
Misjafnur er smekkur mannana í tónlista sem annarsstaðar. Ekki það að ég skila inn auðu þessa dagana með þessa keppni hér á frónni.
Anna Bogga (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.