Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur steinlá.

Það fór eins og mig grunaði, fresta þurfti báðum körfuboltaleikjunum vegna óveðurs. Skilst að mikið hvassviðri á suður- og vesturhluta landsins hafi hamlað flugi. Í staðin horfði ég á spurningarþáttinn ,,Útsvar" þar sem Akureyringar öttu kappi við Grindvíkinga og höfðu norðan menn betur. Hvort það sé undanfari þess sem koma skal þegar Þórsarar mæta Grindvíkingum á körfuboltavellinum skal ósagt látið, en maður vonar hið besta.

Meir af þessu veðri sem Kári stendur fyrir, þá eru við svo heppinn hér á mínum slóðum að lítið hefur blásið og með kyrrum kjörum, enn sem komið er. En ég tek undir með Runólfi félaga mínum frá Höfn ég bara skil ekki af hverju smá gola kemur fólki alltaf jafn mikið í opna skjöldu?

Fór í dag og fylgdist með barnabarni mínu sína listir sínar í fimleikum ásamt stórum hópi annarra barna sem iðka þá íþrótt. Mikið gaman og mikið fjör. Hafi maður einhvern tímann geta beygt sig togað og teygt jafn fimlega og þessir krakkar, þá er löngu fennt í þau spor. Spyrji börnin ,,afi getur þú gert svona" er svarið afar sígilt eeeeeeeeee ekki lengur og vonar að barnið spyrji ekki gastu einhvern tíman gert svona? jæja Hemmi minn þú ert allaf í boltanum, ha!

glimaJæja þá er búið að beygja Steingrím J. og hans fríða flokk og hafa undir í þingskaparfrumvarpinu. Svo nú þarf Steingrímur annað hvort að læra þegja ellegar að taka upp nýja siði og gera sig skiljanlegan í fáum orðum. Kannski ekki mikil von um að það gerist, en þó aldrei að vita. Önnur sýning á morgun hjá yngri systurinni, afi mætir þar, nema hvað?

Þótti nokkuð athyglivert að Bush forseti Bandaríkjanna fordæmi steranotkun hafnarboltaleikmanna. Gaman að vita til þess að þessi maður láti sig þetta mikið varða. Hann fordæmir hvalveiðar, þótt hans þjóð sé ein mesta hvalveiðiþjóð í heiminum. Hann og hans valdamenn standa í veginum fyrir því að samstaða náist í mikilvægum umhverfismálu t.d til varnar ósonlaginu og fl. Hann hefur staðið í stríði við Íraka á röngum forsendum þar sem gríðarlegur fjöldi saklaus fólk hefur látið lífið, bara til að tryggja sér olíu. Hann reynir að telja okkur trú um að hann sé að verja frelsið, á sama tíma hótar hann 16. ára barni því að vera sett í ævilangt bann við að fá að heimsækja USA bara af því að krakkinn gerði símaat í honum. Það er ekki ofsögum sagt að það getur allt gerst í Ameríku í dag, nema eitt ,,Bush".

Fróðleikur kvöldsins:  Bowling keila þarf aðeins að halla 7,5 gráður til að detta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband