29.11.2007 | 09:01
Hnignun karlmannsins.
Frétt á mbl.is endurspeglar og færir okkur sanninn um hnignun karlmannsins, sem eitt sinn var kallað ,,sterkara kynið" en hefur nú klárlega misst þann titil. Lesa mátti á mbl.is ,,Í nýrri verslun Hagkaupa í Holtagörðum er sérstakt pláss ætlað körlum meðan konurnar kaupa inn fyrir heimilið. Í plássinu eru fjögur sæti og stórt sjónvarpstæki, þar sem boðið verður upp á sýningar frá ensku knattspyrnunni. Einnig stendur til að tengja Playstation-leikjatölvu viðtækið, til að stytta karlpeningnum stundirnar". Þetta er hámark vitleysunnar, svo ekki sé nú dýpra í árina tekið. Mér er spurn hver á að passa upp á að betri helmingurinn fari svo ekki yfir á heftinu, meðan karlpeningurinn situr á sínum rassi? það er kannski óþarfi? en ef það gerist á meðan karlinn situr á sínum lúna rassi við sjónvarpsgláp, þá er þeim engin vorkunn, kannski bara gott á þá.
Þótt skemmtilegasti sjónvarpsmaður Íslands í dag Gísli Einarsson láti sig dreyma um að fá sér annað húðflúr, þá stendur mér á sama. En það er í raun bara fyndið að þetta skuli vera frétt. Skora samt á hann að fá sér annað húðflúr. Það myndi létta blaðamönnum að finna efni til uppfyllingar milli auglýsinga í þessum fríblöðum sem kollríða öllu.
Það er gleðilegt að frystiskipið Axel sem steytti á skeri fyrir utan Hornarfjarðarós skuli komið heilu og höldnu til Akureyrar. Deilur milli skipstjóra og yfirvélstjóra á skipinu á vafalítið eftir að draga dilk á eftir sér, bíðum og sjáum hvað setur.
Ég ætla hins vegar að taka þátt í 17. súpufundi Þórs í dag. Hann verður að vanda í hádeginu milli kl. 12 og 13. Aðal gestur fundarins verður Gísli Eyland íþróttamarkaðsfræðingur. Skora á alla sem hafa tök á að mæta á þennan fund.
Málsháttur dagsins: Hver dregur sið af sínum sessunaut.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það að við séum sterkara kynið tel ég að teljist til þjóðsagna í dag.
Skemmtið ykkur á súpufundinum.
Freyr Hólm Ketilsson, 29.11.2007 kl. 09:24
Já ég heyrði þetta einmitt í útvarpinu í morgun, þvílíkt rugl og kjaftæði. Er þetta það sem við köllum jafnrétti, kallinn fær að hafa það gott á meðan konan verslar Kannski hafa þau bæði verið að vinna úti og eru með börn sem oft konan fær að sjá um Og svo fær karlpeningurinn bara að hafa það gott á meðan að konan verslar
Í morgun var verið að halda því fram að þetta væri bara betra, þið fengjuð ekkert að segja í búðunum um hvað væri keypt og þá væruð þið ekki fyrir En bíddu það eru ekki allar konur svona, mörgum finnst ekkert allt of gaman að fara að versla inn matvörur og vilja álit mannsins síns og annað.........
Jæja mér finnst þetta alla veganna bara allt rugl og vitleysa og hana nú
Skemmtu þér vel á súpufundinum á eftir, sé þig seinna í dag
Dagga (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 11:34
Já Páll það er mikið á ykkur lagt! Annars er upphafið greinilega fréttin sem kom í sjónvarpinu fyrir nokkrum dögum af svona karla/pabba horni í stórmarkaði á Spáni og það hefur heldur betur hrist upp í Hagkaupsliðinu því þetta nýja hvíluhorn er nú bara ætlað fyrir alla - en þvílík auglýsing!
Edda Agnarsdóttir, 29.11.2007 kl. 19:39
Sæll Páll. Ekki gerir nú Hagkaup í Holtagörðum fyrir að margir fótbolta unnendur sæki búðina heim, ef aðeins eru sæti fyrir fjóra. Er ekki hætta á að einhverjar fótboltabullur komi óeirðum á stað ef þeir fá ekki sæti ? Svo finnst mér karlarnir alveg geta ýtt níðþungum kerrum, eða er það eitt af kvenmanns verkum? Mér finnst þetta algert rugl.
Halltu þig við kerruna.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 30.11.2007 kl. 17:14
Mamma mín! ég er ferlega fínn á kerrunni og held bara að ég standi mig þar bara vel, þótt ég segi sjálfur frá
Páll Jóhannesson, 30.11.2007 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.