24.11.2007 | 17:54
Þetta var upphafið
Stráksi horfði með aðdáun á frænda aka Willys, jeppanum upp tröppurnar að aðaldyra innganginum, hálfa leið inni í forstofu. Jeppinn var notaður sem trappa við að koma upp jólaseríu fyrir ofan anddyrið. Ekki seinna vænna enda komin 22. og takið eftir desember. Þetta var upphafið og einnig endirinn við að skreyta húsið utan dyra. Þetta þótt dálítið magnað, því flest húsin í götunni voru lítt, sem ekkert skreytt með þessum hætti. Minningin lifir þótt þetta hafi gerst fyrir u.þ.b. 42 árum.
Þetta rifjaðist upp í dag þar sem ég var að dunda mér við að setja upp jólaseríur í alla glugga, nema einn. Sá eini sem ekki fær seríu að sinni er hjá syninum sem hótar að rífa allt niður sem fer upp í sínu herbergi fyrir 5. des. Stefni að því að vera búinn að skreyta allt hátt og lágt áður en næsta helgi lítur dagsins ljós, allt nema sjálft jólatréð. Óhætt að segja að tímarnir hafi breyst. Á milli þess sem seríurnar tínast upp ein og ein bakar frúin smákökur og ýmislegt annað nammi eins og henni einni er lagið. Stemmingin eykst, með degi hverjum.
Gaf mér þó tíma til að skreppa smá stund og horfa á lokamínútur í leik Þórs og Njarðvíkur í 1. deild kvenna í körfubolta. Konurnar buðu upp á æsispennandi lokamínútur. Fór svo að sunnan konur höfðu nauman sigur. Greinilegt er á liði Þórs að Bjarki Ármann Oddsson hinn nýi þjálfari kvennaliðs Þórs er að gera fína hluti.
Mínir menn í Manchester City héldu sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni. Þeir lögðu ,,íslendingaliðið" Reading 2-1. Allt leit út fyrir að liðin myndu skilja jöfn en líkt og í Þórsleiknum var boðið uppá æsispennandi lokasprett þar sem Stephen Ireland skoraði sigurmark City manna á 90. mínútu. City heldur því enn þriðja sætinu í úrvalsdeildinni og nú aðeins einu stígi á eftir grönnum sínum í UTD. Hefur liðið enn ekki tapað leik á heimavelli á þessari leiktíð.
Samkvæmt heimildum mínum sem ég fékk hjá dóttir minni sem vinnur í Rúmfatalagernum er greinilegt að Akureyringar tóku ekki mark á kauplausadeginum. Sagði hún að hún hafi aldrei upplifað aðra eins vitleysu. Engu líkara en að til standi að loka öllum búðum strax eftir helgi og að ekki verði opnað aftur í náinni framtíð. Greinilegt að landinn er dálítið, mikið klikkaður.
Kvöldið verður svo tekið með ró. Spaugstofan, Laugardagslögin og kannski einhverjar bíómyndir, hver veit? en alltént ró og spekt.
Málsháttur dagsins: Margan tælir fögur ásýnd.
249 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég las orðið "Willy´s" og það var nóg til að ég las pistilinn af áhuga. Er sjálfur að fara í seríuframkvæmdir í vikunni. Vildi líka koma því frá mér að ég var gestur nr. 23 á gömlu síðunni í dag (en ég hef aldrei breytt slóðinni hjá mér og fer því alltaf gegnum þá gömlu. er greinilega ekki einn um það ) Það er ekki slæmt að fá þennan fjölda heimsókna á síðu sem ekki er í notkun!
Snjók (v) eðjur norður!
Gunnar Th. (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 15:56
Palli minn. Bræður mínir hafa nú aldrei dáið ráðalausir,
þeir finna nú fljótt ráð til að redda hlutunum. Gerum við það ekki líka, er það ekki eitt af því sem gengur í erfðir?
Útiljósin hjá mér farin að skína og til allra guðslukku þurfti ég ekki að nota bílinn sem stiga. Hefði ekki tímt því, frekar sleppt ljósunum.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 26.11.2007 kl. 11:12
Nei ekki dóu þeir ráðalausir, enda allir enn á lífi
. En ég vissi svo sem að ekki yrði ,,Gullmolanum" fórnað í þess konar hluti. En Willys jepparnir voru þannig úr garði gerðir að menn notuðu þá við ALLT, og ekki klikkuðu þeir. Kannski þess vegna sem ég hef svo mikla ást á þessari bílategund.
Páll Jóhannesson, 26.11.2007 kl. 11:32
Hey ekki fattaði ég að nota bíl í að setja upp ljósin enda ekki búin að því tími einginlega ekki að nota Subban minn í það
Verð að fara að setja upp ljósin svo ég geti farið að njóta þeirra.
Hrönn Jóhannesdóttir, 26.11.2007 kl. 12:38
Heldurðu að sonurinn hafi fengið sérviskuna og þrjóskuna með seinna nafninu sínu -ekkert jóladót upp fyrr en nær dregur jólum.
Elsa Svavars (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 19:47
Elsa! Ég er ekki frá því að þennan hluta megi rekja til nafnsins.
Hrönn! Tímir ekki að nota Súbbann - come on, bara búinn að vefja honum inn í bómull?
Páll Jóhannesson, 27.11.2007 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.