Leita í fréttum mbl.is

Vindhaninn vatnsgreiddi.

Mikið að gera í dag. Tók þátt í forvarnardeginum sem fulltrúi Íþróttafélagsins Þórs og heimsótti Síðuskólann í morgun og lagði mín lóð á vogarskálarnar þessum degi sem helgaður er forvörnum. Hélt stutt erindi um mína sýn á forvarnir og hvar íþróttahreyfingin kemur að þeim málum. Skemmtilegur dagur og væri meir en til í að gera þetta oft. Forvarnardagurinn er helgaður krökkum í 9. bekk.

Fékk vin minn í heimsókn í kvöld og hafði hann með sér pizzu og spurði ,,Palli eigum við að horfa saman á Íslendinga rassskella Dani"?. Ég var til. Eigum við að ræða úrslitin eitthvað meira? held ekki. Horfðum svo á seinni hálfleik Englendinga og Króata í sömu keppni. Skemmst er frá því að segja Tjallarnir fóru heim með skottið á milli aftur fótanna. Bíð spenntur eftir morgun deginum, hvernig bregst breska stórveldið við þessum vátíðindum? England kemst ekki á EM, eitthvað sem fæstir bjuggust við. Hætt við að landsliðsþjálfari þeirra fái að kenna á því í fjölmiðlum á morgun. Kannski eru Tjallarnir bara ekki betri en þetta?

Las athygliverða grein á einhverjum netmiðli í dag þar sem sagt er frá 101. ára gamalli konu sem sat nánast nakinn fyrir til styrktar barna- og unglingastarfi knattspyrnuliðs þorpsins sem hún býr í. Þetta mun hafa átt sér stað á Englandi. Englendingar eru engum líkir þeir dá fótbolta, svo mikið er víst. Bíð spenntur eftir því hvort þetta sé eitthvað sem koma skal hér norður á hjara veraldar?

Las á bloggsíðu Birkis Jón Jónssonar grein eftir hann sem bar heitið ,,Vindhanapólitík á hæsta stígi". Ætla ekki að ræða innihald efnisins meir það dæmir sig sjálft. Birkir Jón er hugaður maður. Hann bloggar. Birkir Jón bloggar og fellir dóma, en þorir ekki að takast á við það að menn segi sína skoðun á hans skoðunum. Kannski ekki skrítið, hann veit nefnilega að hann hefur vondan málstað að verja. Birki Jón nota þess vegna aðferð strútsins og velur að stinga höfðinu ofaní sandinn. Að nota aðferð strútsins minnir mig á að kannski er það bara vel við hæfi að nota aðferð þessara fiðruðu fugla. Svei mér þá ef Birkir Jón er ekki sjálfur alger ,,vindhani".

Og vel á minnst þá kom samflokks félagi Birkis (Valgerður Sverrisdóttir) fram í fréttum í kvöld og viðurkenndi að framsóknarflokkurinn hafi átt og eigi stórann  þátt því efnahags ástandi sem nú ríkir. Gott að Valgerður hefur vaknað. Þetta er nokkuð sem menn reyndu að segja henni meðan hún sat í stóli Ráðherra. En alla vega gott að hún er vöknuð. Vonandi vekur hún hinn vatnsgreidda ungling sem enn er blautur milli eyrnanna og ráfar um stefnulaus og ráðvilltur.

Greinilegt að aðventan þokast nær og nær og nær...... Fyrstu merki þess á mínu heimili þegar betri helmingurinn fer í smáköku baksturinn. Fyrsti í smáköku í dag. Óneitanlega skemmtilegur tími. Reyni af fremsta megni að hjálpa til, þó ekki væri nema með því að þvælast ekki fyrir. Að öllu gamni slepptu þá hjálpar maður auðvitað til, nema hvað? Er það ekki nákvæmlega það sem sannir karlmenn gera?

Barna börnin mín þær Margrét Birta og Elín Alma tjáðu mér í dag að byrjað væri að setja upp jólaseríurnar heima hjá þeim, góðan daginn. Afi! þú verður  að fara drífa þig, jólin koma. Afi! það er kall stutt frá okkur sem er búinn að skreyta allt. Allt húsið, öll trén allt. Þú ættir bara sjá. Afi verður að fara byrja! Ekki getur afi látið einhvern karl niðr´i hverfi fá alla athyglina. En, ok, hér er við stórkaupmanninn Ragga í JMJ að ræða. Á ég að keppa við hann? er einhver skynsemi að fara í þá vinnu? Nei! en víst er að ég set upp færri seríur en ég skal samt hafa vinninginn þegar upp verður staðið. Mitt verður bara betur og listrænna skreytt.

Málsháttur dagsins:  Þar er skriðunnar von sem hún hefur fyrr fallið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segðu, þeim finnst æðislegt að við séum farin að setja upp seríur og eru farnar að spyrja hvenær jólatréið verði sett  upp takk fyrir  Ég sagði að það yrði sett upp áður en við myndum halda upp á afmælið hennar Elínar og þá var málið dautt  Svo vorum við rétt áðan að setja upp jólahandklæðin okkar og jólakönnur og fleira, þetta er yndislegt  Nú er bara að bjóða litla bróðir í heimsókn

dagga (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 23:22

2 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Palli minn - nú er það skjalfest af sjálfum Sameinuðuþjóðunum að það er best að búa á íslandi - og þá er ekki verið að tala um hitastigið. Við eru komnir á toppinn og auðvitað er það Framskóknarflokknum að þakka, farðu nú að fatta það

Rúnar Haukur Ingimarsson, 27.11.2007 kl. 23:13

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Við komnir á toppinn, nákvæmlega enda Samfó við völd

Páll Jóhannesson, 27.11.2007 kl. 23:30

4 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Palli minn lestu nú betur heima... gögnin í sem liggja til grundvallar eru frá árinu 2005

Rúnar Haukur Ingimarsson, 27.11.2007 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband