Leita í fréttum mbl.is

Er þá pabbi ekki sannur karlmaður?

Brá mér á völlinn í gær og horfði á körfuboltaleik. Skemmtileg íþrótt. Úrslitin þó ekki eins skemmtileg og ég hugði og vonaðist eftir, eigum við að ræða það eitthvað nánar? held ekki. Það kemur leikur eftir þennan leik.

Bloggaði um daginn um karlmennsku mína. Hef í beinu framhaldi af því velt því fyrir mér hvort pabbi ,,gamli" sé þá ekki sannur karlmaður? Hef aldrei séð hann fella tár, ekki einu sinni gleðitár. Andlit hans er þó ekki eins og höggvið í stein, það vantar bara tárin. Þessi járnkarl, sem fór snemma á sjóinn og vandist við það að henda bobbingum, hlerum, spönnum, stórlúðum og allskyns drasli sem síðutogara sjómennskunni fylgdi. Hann, á gamals aldri komin undir fimmtug hóf að æfa lyftingar. Hann setti helling af Akureyrar- Íslands- og heimsmetum og þjóðin stóð á öndinni yfir afrekum þessa manns. Hann var í tvígang heimsmeistari öldunga og einu sinni silfurverðlaunahafi. Af öllum þeim óhöppum, slysum og öðru sem dunið hefur yfir þennan mann á hans stuttu 77. ára ævi væri löngu, já löngu búið að leggja mann og annan. Sem sagt þessi maður hefur aldrei grátið.... er hann sannur karlmaður? eða eru það bara vælukjóar eins og ég og fleiri mínir líkir? nei bara svona pæla.

Yfirlýsing mín um að Britney Spear gangi ekki heil til skógar hvað gáfnafar varðar, virðist eitthvað hafa farið fyrir brjóstið á sumum. Get ekki sagt að það hafi nú beint rænt mig svefni. Auðvitað var þetta mikil ónærgætni af mér að segja svona um þessa bráðgáfuðu konu, ég viðurkenni það.  Það er auðvitað tvennt ólíkt að vera þroskaskertur eða heimskur, held ég. Ég læt Britney njóta vafans um hvort eigi betur við hana.

Heyrði sagt í útvarpinu í morgun að það væri fljúgandi hálka uppá Holtavörðuheiði. Svo ef þið lesendur góðir eruð á ferðinni þarna þá bið ég ykkur í öllum guðs Almáttugs bænum að fara frekar á bíl heldur en að fljúga yfir heiðina.

PB170014Annars var helgin í alla staði bara hin besta. Barnabörnin komu til okkar á laugardag og sváfu hjá ,,gamla" settinu og fóru ekki fyrr en eftir hádegi á sunnudag. Notaður var tíminn til þess að skera út laufabrauð og steikja. Segir manni að nú sé farið að styttast í  jólastússið. Þetta minnir mann á gamla brandarann ,, veistu hvað Akureyringurinn sagði þegar hann sá pizzu í fyrsta sinn? Hver gubbaði á laufabrauðið?. Trúlegt má telja að nú á næstu dögum verði jólaseríu kassinn sóttu upp á háaloftið og Drekagilið verði lýst upp með duglegum hætti. Verður þá ekki slegið slöku við þegar maður byrjar á annað borð.

Fróðleikur dagsins: Dráttarkúla = eista.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Dettur í hug lag sem Helgi Björns söng forðum. Geta karlar ekki grátið? Með pabba er ég sammála þér hef aldrei séð hann gráta. Ekki einu sinni þegar þau mamma lentu í slysi hérna á Reykjanesbrautinni forðum. En spurðu mömmu hvort hann hafi ekki grátið þegar þau eignuðust þessi fallegu,skemmtilegu og gáfuðu börn sín? Gaman að sjá ykkur með barnabörin í laufabrauðsgerð. Bíð eftir að sjá myndir af jólaljósunum hjá ykkur. Bið að heilsa í bæinn

Hrönn Jóhannesdóttir, 19.11.2007 kl. 14:39

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Í mínu ungdæmi var yfirleitt sagt við drengi.  Þú ætlar nú varla að fara að væla eins og stelpa eða, vertu nú harður og sýndu að þú sért karlmaður. Ég sá aldrei pabba minn gráta, aðeins verða rakan til augnanna. En ég hef séð hann pabba ykkar fella tár, það get ég sagt ykkur. Þessir menn vöndust við að harka af sér og fela  tilfinningar útá við.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 20.11.2007 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband