Leita í fréttum mbl.is

Má káfa á brjóstum og klof kvenna ef.......

Vertinn á Kaffi Akureyri og Vélsmiðjunni tók þá skynsamlegu ákvörðun að setja hóp manna í straff vegna ósæmilegra hegðunar er beindist að kvenfólki. Hann sagði það algerlega óþolandi að menn væru að káfa á brjóstum og í klof kvenna á staðnum sérstaklega ef þær væru því ekki samþykkar. Ég er samt að velta því fyrir mér hvort honum þyki í lagi að káf úti á dansgólfinu eða almennt inni á stöðunum ef báðir aðilar eru sáttir? Ég vona að hann hafi ekki meint þetta eins og ég skildi hann, því að sjálfsögðu á fólk ekki að standa í ósæmilegu káfi hvort á öðru fyrir allra augum. Kannski bara viðkvæmni í mér, en samt pæling.

Hafði einnig gaman af því að lesa stutta og hnitmiðaða grein eftir sagnfræðinginn lipra Jón Hjaltason þar sem hann setti með liprum hætti ofan í ,,stór" kaupmanninn Ragnar Sverrisson. Ragnar hefur á afar einfaldan hátt lesið ótrúlegustu hluti út úr niðurstöðum íbúaþingsins fræga sem haldið var um árið hér á Akureyri. Ragnar er ekki bara mikill og snjall kaupmaður heldur mikið jólabarn. Ragnar er búinn að skreyta allt í bak og fyrir hjá sér í Áshlíðinni svo að óhætt væri að slökkva á götuljósum í Hlíðarhverfinu slík er ljósadýrðin.

Guðný Halldórsdóttir kvikmyndagerðarkona fékk ,,Bjartsýnisverðlaunin" í dag. Hún sagði að hún væri auðvitað svekkt fyrir að fá enga Eddu, en þetta er keppni og ég verð að kunna taka tapi. Bjartsýnisverðlaunin séu góð viðurkenning sem hún sé stolt af. Gaman að fá viðurkenningu á því að vera ,,klikkuð" eins og hún orðaði það sjálf.

Málsháttur dagsins: Enginn er svo fullkominn að ei finni sinn meistara.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta hefur verið smá vandamál hérna á Reyðarfirði. Pólverjarnir sem vinna við byggingu álversins hér hafa stundum veri fjölþreifnir og á tímabili hætti kvenfólk að láta sjá sig á pöbbnum hérna. Pöbbinn heitir "Kaffi Ilmur", en gárungarnir kalla hann " Kaffi Limur"

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2007 kl. 23:58

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Já, það hefur mikið breyst á Akureyri síðan ég bjó þar. Uss,svei svei.

S. Lúther Gestsson, 13.11.2007 kl. 02:05

3 identicon

Já ekki er káf gott í hófi...nema einkahóf sé. 

Anna Bogga (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 08:42

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já Páll, það er spurning hvort þú gætir breytt nafninu á Kaffi Akureyri?

Svona eins og Kaffi klof eða Kaffi káfur já og eða Kaffi Akureyrar káf! Ég er viss um að salan myndi aukast!

Ég er ánægð með að Duna hafi fengið Bjartsýnisverðlaunin og passar henni betur en Eddan, hins vegar hefði vegsemd myndarinnar mátt vera meiri á Edduverðlaunahátíðinni, mér fannst hún raunsönn lýsing á meðferðarúrræðum hippakynslóðarinnar og þekki margt sem þarna var borið á borð.

Edda Agnarsdóttir, 13.11.2007 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband