Leita í fréttum mbl.is

Þú kemur bara norður fyrir á núna og ekkert múður.

Ný skírð.Þennan dag árið 1990 var Sædís Ólöf vatni ausin í Glerárkirkju. Það var í sjálfu sér ósköp venjuleg athöfn, en þó markaði ákveðin tímamót í lífi prestsins, sem framkvæmdi athöfnina, ekki síður en okkar hinna. Hann byrjaði daginn á því að misskilja okkur og beið uppi í Akureyrarkirkju en við ásamt stór hluta ættarinnar beið eftir prestinum í Glerárkirkju. Við hringdum í sérann, sem beið í Akureyrarkirkju og hann sagði ,,komið bara öll hingað upp eftir". Ég sat fastur við minn keip og sagði ,,þú kemur hingað norður fyrir á". Sérann varð að láta undan og mætti. Tilkynnti hann okkur eftir athöfnina að þetta væri í fyrsta sinn sem hann framkvæmdi prestathöfn í þessari kirkju. Ég leit á hann og sagði séra minn! ,,einhvern tíman er allt fyrst".

En í dag eru liðin 17 ár frá því að hún hlaut nafnið Sædís Ólöf. Sædísar nafnið á enga sérstaka skírskotun en Ólafar nafni er t.d. ömmu hennar, lang ömmu sem og móðursystur. Sem sagt merkisdagur í dag í lífi Sædísar Ólafar.

Fróðleikur dagsins: Ef allt virðist ganga vel, þá hefur þér yfirsést eitthvað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Til hamingju með stepluna og sérstaklega að hafa ekki gefið eftir og fengið prestinn norður yfir á

Rúnar Haukur Ingimarsson, 4.11.2007 kl. 18:55

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Man eftir þessum degi og ruglingnum hjá prestinum. Hann ætti nú að vita það best sjálfur að margt gott er að sækja norðan við ána. Til hamingju með daginn.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 4.11.2007 kl. 21:46

3 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Til hamingju með daginn í gær. Já ekki gefa neitt eftir enda erum við svo sem ekki vön því Fíragottarnir. Biðjum að heilsa í bæinn. Kveðja Suðurnesjamenn

Hrönn Jóhannesdóttir, 5.11.2007 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband