4.11.2007 | 18:40
Þú kemur bara norður fyrir á núna og ekkert múður.
Þennan dag árið 1990 var Sædís Ólöf vatni ausin í Glerárkirkju. Það var í sjálfu sér ósköp venjuleg athöfn, en þó markaði ákveðin tímamót í lífi prestsins, sem framkvæmdi athöfnina, ekki síður en okkar hinna. Hann byrjaði daginn á því að misskilja okkur og beið uppi í Akureyrarkirkju en við ásamt stór hluta ættarinnar beið eftir prestinum í Glerárkirkju. Við hringdum í sérann, sem beið í Akureyrarkirkju og hann sagði ,,komið bara öll hingað upp eftir". Ég sat fastur við minn keip og sagði ,,þú kemur hingað norður fyrir á". Sérann varð að láta undan og mætti. Tilkynnti hann okkur eftir athöfnina að þetta væri í fyrsta sinn sem hann framkvæmdi prestathöfn í þessari kirkju. Ég leit á hann og sagði séra minn! ,,einhvern tíman er allt fyrst".
En í dag eru liðin 17 ár frá því að hún hlaut nafnið Sædís Ólöf. Sædísar nafnið á enga sérstaka skírskotun en Ólafar nafni er t.d. ömmu hennar, lang ömmu sem og móðursystur. Sem sagt merkisdagur í dag í lífi Sædísar Ólafar.
Fróðleikur dagsins: Ef allt virðist ganga vel, þá hefur þér yfirsést eitthvað.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með stepluna og sérstaklega að hafa ekki gefið eftir og fengið prestinn norður yfir á
Rúnar Haukur Ingimarsson, 4.11.2007 kl. 18:55
Man eftir þessum degi og ruglingnum hjá prestinum. Hann ætti nú að vita það best sjálfur að margt gott er að sækja norðan við ána. Til hamingju með daginn.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 4.11.2007 kl. 21:46
Til hamingju með daginn í gær. Já ekki gefa neitt eftir enda erum við svo sem ekki vön því Fíragottarnir. Biðjum að heilsa í bæinn. Kveðja Suðurnesjamenn
Hrönn Jóhannesdóttir, 5.11.2007 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.