24.10.2007 | 10:11
Aukið aðgengi að áfengi - nei takk.
Sex villtir fílar fengu raflost og dóu þegar þeir gengu berserksgang eftir að hafa drukkið hrísgrjónabjór í afskekktu héraði í norðausturhluta Indlands. Tæplega 40 fílar komu til þorps á föstudag í leit að mat og fundu nokkrir þeirra hrísgrjónabjór sem bændur á svæðinu framleiða. Eftir að hafa drukkið bjórinn rann æði á fílana og rifu þeir upp rafmagnsstaur sem varð til þess að sex fengu raflost og drápust. Fjórir villtir fílar drápust við svipaðar aðstæður fyrir fjórum árum. Þessi frásögn er tekin upp úr Fréttablaðinu.
Segið svo að aukið aðgengi að áfengi hafi ekki slæm áhrif.
Speki dagsins: Eftir einn ei aki neinn.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er augljóst að fílar kunna ekki með áfengi að fara frekar en sumir menn. Ef fólk kynni með áfengi að fara væri áfengið ekkert vandamál. Þó teljum við okkur vitrari en dýrin, sem vafalaust vita ekkert um skaðsemi þess.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 24.10.2007 kl. 11:34
Já þú segir nokkuð. Það er orðið ansi margt vandamálið og heilsuspillandi ekki má drekka nema í hófi og hvar er það? Ekki má reykja því þá er meiri hætta í hinum og þessum sjúkdómum. Ekki má borða of mikið og ekki hvað sem er því þá færðu líka hina ýmsu sjúkdóma og getur dáið fyrr. Ég bara spyr hvað má maður eiginlega gera. Kveðja Suðurnesjamenn. Ps gerið nú það bara svona fyrir mig að taka Keflavík í kennslustund á morgun í Körfunni.
Hrönn Jóhannesdóttir, 24.10.2007 kl. 14:15
Hrísgrjónavínið gerir mann greinilega fílefldan!
Edda Agnarsdóttir, 24.10.2007 kl. 19:08
Kannski maður ætti að panta sér fáeinar flöskur?
Páll Jóhannesson, 24.10.2007 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.