15.10.2007 | 16:13
Ekkert mál að hætta - hef hætt milljón sinnum.....
,,Palli nú hættum við að reykja" sagði einn fyrrum skipsfélagi minn þegar togarinn sem við vorum á var rétt skriðin frá ÚA bryggjunni. Já sagði ég nú hættum við, ég glotti við tönn. ,,Nei! ég meina það" sagði félagi minn grafalvarlegur. Veistu þetta er minnsta mál í heimi sagði ég, ég hef hætt milljón sinnum þetta er engin vandi. ,,Palli ég er ekki af fíflast" sagði félagi minn og rétti mér bréf með nikotín tyggjó sex töflur. Gott og vel hættum sagði ég.
Til þess að gera langa sögu stutta þá hef ég aldrei tekið smók eftir þetta. En félagi minn var sprungin áður en togarinn var komin á miðin, gott ef hann var ekki sprungin áður en við komumst út úr fjarðarkjaftinum. Kannski engin furða hann er svo fjandi langur . Þetta var árið 1986 og því eru liðin 21 frá því að mér tókst loksins að hætta reykja, þökk sé Tóta skipsfélaga mínum til margra ára. Þetta er í mínum huga eitt það erfiðasta sem ég hef gert í lífinu en um leið hvað þakklátastur fyrir að hafa geta yfirstigið. Mesta hvatningin var trúlega sú staðreynd að móðir mín hætti 10 mánuðum á undan mér þessum ósið og ég hugsaði sem svo ef mamma getur þetta þá get ég líka, mamma takk fyrir. Það ánægjulegasta í þessu öllu er sú staðreynd að við bæði þ.e. ég og mamma erum enn reyklaus.
Hef ákveðið að hlífa lesendum mínum og skrifa ekkert um sápuóperuna sem sýnd er í Reykjavík þessa dagana þar sem hvert klúðrið og vandræðagangurinn skekur pólitíkusana í borginni. En borgarbúar eiga samt alla mína samúð. En kannski er lækningin á næsta leyti, enda styttist óðfluga eins og óðfluga í að Dagur verði borgarstjóri.
Fundur í kvöld hjá körfuboltastjórn þar sem ég er fundarritari m.a. Hjá þeim er mikið um að vera þessa dagana enda erum við með okkar lið í efstu deild og metnaður manna mikill til að hafa alla umgjörðina eins glæsilega og framast er unnt.
Fróðleikur dagsins: Þegar rússneski leiðtoginn Lenin dó úr heilasjúkdómi 21. janúar 1924 var stærð heila hans einungis fjórðungur af því sem hún var upprunalega.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 190696
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottastur frændi. Til lukku með öll reyklausu árin
Anna Bogga (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 23:07
Stolt af þér með reykingarnar enda alltaf verið svo staðfastur annað en sumir. Jæja en hvað um það hörkuleikur annað kvöld í körfunni vildi að ég gæti komið og fylgst með. Þú bara hvetur mína menn fyrir mig er það ekki? Kveðja frá Suðurnesjum
Hrönn Jóhannesdóttir, 16.10.2007 kl. 15:53
Bara kallinn í Mogganum í dag. Til lukkU með það! Já satt er það að það hefur mörgum reynst erfitt að gefa þennan ósiðupp á bátinn sem reykingar eru.
Edda Agnarsdóttir, 16.10.2007 kl. 15:55
Hrönn mín! vissulega styð ég þína menn í Þór það er ekki nokkur spurning.
Edda! já segðu frægði er rétt handan við hornið... En þetta með reykingarnar - iss engin vandi var búin að hætta milljón sinnum.
Páll Jóhannesson, 16.10.2007 kl. 16:13
'Eg ætla ekki að kommenta sérstaklega á þennan pistil. Mig langar aðeins að óska þér til hamingju með árangurinn og benda jafnframt á skrifarann Valdimar Vilhjálmsson, sem skráður er neðst til vinstri hjá mér. Hann stendur í þessarri sömu baráttu einmitt núna og ég hef kommentað hjá honum í nokkur skipti. Það sem ég skrifaði þar var lítið brot af þeim aðferðum sem ég notaði sjálfur fyrir fjórtán árum rúmum. (ég hætti að morgni þess áttunda febrúar 1993)
Bið að heilsa norður í sæluna!
Gunnar Th. (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.