28.9.2007 | 08:25
Tekinn
Ég stóð eins og þvara, vissi hreinlega ekki hvað ég átti að segja (verð þó afar sjaldan orðlaus) ég var einfaldlega hamsaður - eða tekinn eins og stundum er sagt.
Forsaga málsins er að báðar afastelpurnar voru í pössun hjá mér. Ég setti þeim stutt verkefni. Sú eldri (7 ára) átti að teikna mynd af afa við að hnoða pizzudeig, sú yngri (tæplega 6 ára) átti að teikna mynd af skólastofunni sinni. Þegar þessum verkefnum var lokið komu þær og sýndu afa myndirnar. Myndin hjá þeirri yngri vakti sérstaka athygli. Skólastofan auð, nokkur borð og stólar, kennaraborð. ,,Elín! Hvar eru krakkarnir? ég bað þig að teikna myndina frá því í skólanum í dag".
Barnið leit á afa dágóða stund, prakkaralegur svipur á barnsandlitinu bar merki um það sem koma skildi. ,,Afi! það eru frímínútur og allir úti". Hvað gat ég sagt? ekkert ég var tekinn. Þessi börn eru algerar perlur sem koma manni endalaust á óvart - skemmtilega á óvart.
Næ mér í hressilega andlega næringu á eftir þegar ég fer í kaffi niður í Hamar félagsheimili Þórs og hitti félaga mína í kaffiklúbbnum sem hittast alla föstudagsmorgna. Trúlegt má telja að eitt málefni verði efst á baugi í dag. Í kvöld er nefnilega seinasti leikur sumarsins hjá meistaraflokki karla í 1. deildinni, leikur gegn erkifjendunum af brekkunni. Ljóst er að ekki læt ég mig vanta á völlinn í dag fremur enn endranær.
Fróðleikur dagsins: Sir Winston Churchill skammtaði sjálfum sér 15 vindla á dag.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hehehe góð!
Anna Bogga (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 10:00
Vonandi standa Þórsarar sig vel, svo karlmennirnir í fjölskyldunni verði ekki súrir í kvöld.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.9.2007 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.