Leita í fréttum mbl.is

Undarleg afgreiðsla framsóknar, og þó

Í gær afgreiddi bæjarstjórn Akureyrar uppbyggingasamning þá sem þau höfðu gert við Akureyrarfélögin Þór og KA. Það kom ekki á óvart. Hins vegar vakti það athygli að Jóhannes Bjarnason oddviti Framsóknarflokksins greiddi atkvæði gegn samningunum, hann sagði ,,ég er á móti því að Akureyravöllur verði lagður af". Það vekur enn meiri athygli í ljósi þess að fráfarandi meirihluti bæjarstjórnar lagði þær línur, og Jóhannes var merkilegt nokk, í meirihluta samstarfi fyrir sinn flokk með Sjálfstæðismönnum. Enn eitt dæmið um hve skrítin hjörð framsóknarmenn eru.

Það kom hins vegar ekki neinum á óvart að Listi Fólksins greiddi atkvæði gegn samningnum. Oddur Helgi Halldórsson oddviti þeirra lýsti því á félagsfundi í Íþróttafélaginu Þór fyrir tæpri viku að hann væri sáttur við þennan samning, hann er góður og ég ber fullt traust samninganefnd Þórs sem og stjórn félagsins, sagði Oddur. Hann bætti því hins vegar við að hann myndi prinsippsins vegna greiða atkvæði gegn þessu í bæjarstjórn. Þetta eru skrítin vinnubrögð en koma kannski ekki á óvart. Oddur Helgi hefur markað sér þá sérstöðu að vera á móti öllu, sem hann hefur ekki átt frumkvæði að. Þó vakti það athygli að hann sat ekki bæjarstjórnarfundinn sjálfur heldur sendi inn varamann fyrir sig.

Hins vegar greiddu bæjarfulltrúar VG samningnum sitt atkvæði. Þeir geta unnt öðrum þess að hafa átt frumkvæði og stutt gott málefni. Það kom mér á óvart - skemmtilega á óvart. Kannski hefði það ekki átt að koma mér á óvart því ég veit hvaða mann heiðursmaðurinn Baldvin Sigurðsson foringi þeirra VG hefur að geyma og ekki efast ég heldur um Kristínu Sigfúsdóttur.

Það skeður margt skrítið á Akureyri eins og dæmin sanna. Fyrir rúmum 20 árum var ákveðið að rífa handónýtan timburhjalla í miðbæ Akureyrar hús sem er og hefur verið lýti á miðbænum okkar. Nú þegar loksins á að rífa húsið vaknar húsfriðunarnefndin til lífsins og vill friða þetta hús. Af hverju er mér hulin ráðgáta. Ef varðveita á hús í skjóli þess að þau hafa sögu - þá ætti aldrei að rífa hús -ALDREI, öll hús hafa sögu. Ég er einn þeirra sem vill sjá þetta hús rifið og sjá nýtt hús rísa í staðin.

Brá mér á völlinn í gær og horfði á Þór og KA leika til úrslita í 2.flokki karla í knattspyrnu og fór leikurinn fram á Akureyrarvelli. U.þ.b. 700 manns lagði leið sína á völlinn og horfði á þessa erkifjendur etja kappi í frábærum knattspyrnuleik. Fór svo að Þór vann leikinn 1-0 og skoruðu þeir markið í fyrri hluta framlengingar. Frábær skemmtun. 

Fróðleikur dagsins:  Líf okkar er eins og sólargangurinn. Á myrkustu stundu markar fyrir dagrenningu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Frábært að Þórsarar séu bikarmeistarar í 2.flokki!  Til hamingju með það.

En hvað finnst svona Þórsaranagla um það að Akureyrarvöllur verði lagður niður?  Reyndar hef ég ekki séð tillögurnar um Þórssvæðið en vona innilega að menn fái alvöru svæði!  Man eftir því sem strákur að keyra frá Siglufirði á Akureyrarvöllinn að fylgjast með leikjum.  Mjög eftirminnilegur 2-0 sigur Þórsara á gullaldarliði Þórsara með fullan völl í miðbænum.  Manni fannst maður vera í útlöndum hjá stóru liði!

Vallarstæðið vinnur auðvitað ekki leiki, en Akureyrarvöllur er öllum eftirminnilegur sem koma þar til að spila og verður sárt saknað.

En ef þetta verður til að auka veg Þórs, er það náttúrulega besta málið!

Magnús Þór Jónsson, 20.9.2007 kl. 12:26

2 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Auðvitað átti það að vera gullaldarliði Frammara!

Magnús Þór Jónsson, 20.9.2007 kl. 12:27

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sæll Magnús og takk fyrir hamingju óskirnar. Ég var stuðningsmaður þess að leggja völlinn af og byggja upp á félagssvæðunum. Veistu ég hlakka til þess þegar okkar svæði þ.e.a.s. Þórsara verður fullbúið. Líður að því að við setjum kynningu á heimasíðu Þórs www.thorsport.is.

Páll Jóhannesson, 20.9.2007 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband