18.9.2007 | 09:38
Rausnarlegt, ekki satt?
Ég sagði ykkur frá því í bloggfærslu fyrr á árinu að ég hafi fengið nóg smáborgarahugsunarhætti og ákveðið að kaupa mér þotu, eins og allt hitt ríka og fræga fólkið. Þotukvikindið er af tegundinni Challenger 604 árgerð 2001. Þegar ég fæ þetta kvikindi afhent hef ég ákveðið að gefa Háskólanum á Akureyri hana bara sísona smá styrkur. Og af hverju að gefa Háskólanum á Akureyri þotuna? jú mér skilst að kennarar við skólann séu sennilega með stærri viðskipavinum flugfélagsins á flugleiðinni Ak-Rey. Fyrir þann pening sem sparast gæti háskólinn ráðið til sín flugmann á þotuna, hagkvæmt ekki satt? Það er bara einn galli á gjöf Njarðar ég veit ekki hvenær ég fæ hana afhenta. Ég hef ekki fengið staðfestingapóst sendan frá framleiðandanum, þess efnis að vélin sé væntanleg í mínar hendur. Ekki viss hvað veldur en gruna að kannski ég hafi ekki greitt nægilega mikið fyrirfram.
En að öllu gamni slepptu þá ber að fagna stórhuga framtaki Róbert Wessman til Háskólans í Reykjavík. Þetta er algerlega frábært að auðmenn skuli renna blóð til skyldunnar og láta fé með þessum hætti renna til samfélagsins. Kannski að aðrir auðmenn sem eyða tug- eða jafnvel hundruðum milljóna í að fá erlenda fræga tónlistarmenn til að raupa í grobb- afmælisveislum sínum. Svo maður tali nú ekki um menn sem kaupa sér t.d. fótboltalið í svipuðum tilgangi einum að grobba sig. Kannski stóru bankarnir, sem vita ekki aura sinna tal svo mikið að þeir ná varla að halda utan um hversu hratt þeir græða ættu nú að fara að fordæmi Róberts og skreppa í heimsókn t.d. í Háskóla Íslands eða Háskólann á Akureyri.
Ég tek ofan fyrir mönnum eins og Róbert Wessman þótt ég viti hvorki haus né sporð á fyrir hans framtaki og hvet aðra slíka til að fara að fordæmi hans. En vissulega væri það gott ef þeir myndu dreifa aurunum þannig að ekki fari allt í sama grautarpottinn.
Fróðleikur þessa morguns: Andrew Johnson, eftirmaður Abrahams Lincoln, fæddist árið 1808. Lyndon B. Johnson, eftirmaður Johns F. Kennedy, fæddist árið 1908.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
O ég vildi að þú gætir keypt þotu í alvörunni ! En hins vegar er þá ekki hægt að búa til félag um þotukaup og fyrir Akureyringa og lækka ferðakostnaðinn? Spyr sá sem ekki veit.
Edda Agnarsdóttir, 19.9.2007 kl. 12:25
Auðvitað væri það tær snilld. Einn af eigendum og stofnandi Saga Capital er nýbúinn að fjárfesta í þotu - kannski ég bara setji mig í samband við hann, þetta er víst flott þota og fín í þessa hugmynd
Páll Jóhannesson, 19.9.2007 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.