Leita í fréttum mbl.is

Stór brjóst það er málið - á sjónum

Sigur hjá mínum mönnum í Manchester City gegn Aston Villa skaut okkur upp í annað sæti úrvalsdeildarinnar. Ósköp er nú notalegt að vita af liðinu þarna uppi, þar sem mér finnst það eiga svo vel heima.

Las á netmiðli eftir farandi ,,Stjórnarandstæðan í Ástralíu hefur gagnrýnt það að kvenkynssjóliðar í flota landsins geta nú fengið brjóstastækkanir á kostnað ríkisins". Að sögn talsmanns flotans sem varið hefur þessa ráðstöfun og segir að brjóstastækkanir séu gerðar af sálfræðilegum ástæðum en ekki til að að gera sjóliðana meira sexý. Í beinu framhaldi af þessu væri gaman að vita hvað þeir hyggjast gera fyrir karlkyns sjóliða, sem eru með minnimáttarkennd út af litlum ,,lilla ven?" - bara svona pæla.

Ég deili undrun minni með Þórbergi bloggfélaga og fyrrum skipsfélaga þar sem hann undrast á því að lögreglan skuli áminna veitingahúsaeigendur fyrir lögbrot Þórbergur segir ,,Er ég að skilja þetta rétt? Er lögreglan að áminna veitingahúsarekendur fyrir að brjóta lög? Er hægt að stunda lögbrot með áminningarétti? Eru þetta ekki eiginlega alveg makalaus vinnubrögð? Ég sem hélt að allir þegnar þessa lands væru jafnir fyrir lögum. Er ekki eitthvað veitingahús munaðarlaust?" Ég skil mæta vel undrun Þórbergs því ef hann sem skipstjórnarmaður hefði verið staðin að verki við að fiska í landhelgi (sem hann hefur vissulega aldrei gert) hefði hann ekki fengið aðvörun, hann hefði fengið stórann rassskell. Og ef Blöndóslögreglan gómaði mig á 105 er ég næsta viss um að þeir segðu ekki ,,þetta er allt í lagi Palli minn passuðu þig á því að gera þetta ekki aftur" eða hvað haldið þið?

Að öðru leiti er bara allt það besta að frétta héðan - kalt í nótt og haustið hellist yfir í allri sinni litadýrð o.þ.h.

Fróðleikur dagsins: Egyptar til forna þjálfuðu bavíana til að þjóna til borðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég sá að fyrisögnin í DV í sportblaðinu var: Heppnissigur City.

Haust?? er ekki að verða skíðafæri í fjallinu?

S. Lúther Gestsson, 17.9.2007 kl. 21:54

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Iss það er ekkert að marka DV - lestu frekar mína umsögn ef þú vilt fá rétta mynd af leiknum  Það er ekkert til sem heitir heppnissigur, sigur er sigur.

Páll Jóhannesson, 17.9.2007 kl. 23:39

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Rétt hjá þér Páll, sigur er sigur!

Edda Agnarsdóttir, 17.9.2007 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband