Leita í fréttum mbl.is

Ég fyllist reiði þegar ég hugsa um Bush.

world trade centerÞegar atburðir, sem breyta mannkynssögunni eiga sér stað þá er það svo að menn muna uppá dag hvar þeir voru staddir þegar það gerist. Ég hef oft heyrt menn segja ,,ég man hvar ég var þegar Kennedy forseti var myrtur". Ég t.a.m. man nákvæmlega hvar ég var staddur þegar árásirnar á World Tradi Center voru gerðar. Ég fylltist reiði og hatri enda hafði ég orðið þess aðnjótandi að hafa komið í þessar byggingar. Hvar ég var staddur skiptir ekki öllu en það eru aðrir hlutir sem skipta meiru máli.

Reiði mín beinist ekki bara gegn þeim, sem ódæðið frömdu heldur líka þeim, sem hefðu geta komið í veg fyrir að ódæðið var framið. Því má með sanni segja að ég er í dag jafn hræddur ef ekki hræddari við þá sem hefðu geta haft áhrifa á að þau hefðu ekki átt sér stað. Þá tala ég fyrst og síðast um Georg W. Bush þann vonda og illa hugsandi mann sem stýrir stórveldinu Bandaríkin. Ég segi enn og aftur, Bush og hann stórhættulega stefna er það hættulegasta sem heimurinn þarf að glíma við nú. Ég hlakka til þess tíma þegar hann fer frá og vona að Bandarísku þjóðinni gefist kostur á að velja forseta sem heimurinn þarf ekki að óttast.

Í dag eru 6 ár frá því að árásirnar voru gerðar á World Trade Center. Þeir atburðir marka söguleg tímamót. Enn þann dag í dag fyllist ég reiði og gremju þegar ég hugsa til þessa hörmulega atburðar.

Fróðleikur dagsins: Einkaritari Abrahams Lincoln hét Kennedy að eftirnafni. Einkaritari Johns F. Kennedy hét Lincoln að eftirnafni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband