10.9.2007 | 13:04
Bloggfærsla tileinkuð Gunnari Ísfirðingi.
Með þessari bloggfærslu reyni ég að koma til móts við Gunnar Ísfirðing og bloggvinar míns. Hann kom með fyrirspurn um hvaða bátur það hafi verið sem sigldi á seglbátana við Höfnersbryggju á laugardagskvöld. Mér skilst að það hafi gerst vegna bilunar í stýrisbúnaði á umræddum bát sem heitir Haffari. Þessi bátur er notaður til skemmti siglinga hér í Eyjafirði og að sögn nokkuð vinsæll á sjóstöng. Gunnar bloggvinur er eftir því sem ég kemst næst mikill áhugamaður um skip og báta af öllum stærðum og gerðum, en fann ekki þetta fley á skipaskrá. Þess vegna brá ég niður á Torfunefsbryggju og tók mynd af þessum bát fyrir Gunnar. Þótt þessi bloggfærsla sé aðallega tileinkuð Gunnari þá vona ég að aðrir lesendur hafi af þessu gagn og nokkur gaman. Og hver veit nema Gunnar komi með einhvern skemmtilegan fróðleik um Haffara þegar hann er búinn að bera þetta fagra fley augum?
Málsháttur dagsins: Sjaldan er ein báran stök.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf gaman að lesa smá sögu um báta og menn
Anna Bogga (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 17:27
Já, það var lagið, Páll. Þetta er semsagt sá sem lengi hét Manni á Stað. Einn af þónokkuð mörgum samskonar Fáskrúðsfirðingum. Þessi hefur m.a.s. einu sinni verið ÍS og hét þá Sæunn. ( það má í tengslum við það fletta gegnum myndapistilinn minn frá Selatöngum frá því um daginn. Þar er einmitt fjallað um þá Sæunni sem á undan þessari var)
Þessi núverandi Haffari er ekki í slæmum félagsskap þarna við bryggjuna, þar sem sjá má bæði Súluna og Húna ll ( eða Húna ellefu eins og Áróran mín las það þegar hún var tíu ára)
Þakka kærlega fyrir upplýsingar og myndir, Páll!
Gunnar Th. (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 22:43
Gunnar minn! það var mér ljúft og skilt að verða við þessari fyrirspurn frá þér og ég segi nú bara ,,til hvers eru bloggvinir?" Já Húni er fallegt skip og Súlan stendur fyrir sínu.
Páll Jóhannesson, 11.9.2007 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.