Leita í fréttum mbl.is

Hvor er hættulegri Bush eða Osama?

Á undanförnum árum höfum við haft af því áhyggjur að stóri bróðir fylgist of mikið með okkur. Við erum hrædd og erum sannfærð um að hægt sé að elta okkur uppi hvar og hvernær sem er. Njósnahnettir stóra bróður geti fundið týnda saumnál hvar sem hún er á jarðkringlunni. En ég hef af því enn meiri áhyggjur að Bandaríkjamenn þetta mikla stórveldi skuli ekki geta haft uppi á glæpamönnum á borð við Osama bin Laden.

Hvað veldur? vilja þeir ekki ná manninum, getur verið að hann sé akkúrat það sem kaninn þarf til þess að réttlæta innrásir í ríki sem búa yfir olíulindum? Svo gæti einnig verið að mannfjandinn yrði hættulegri dauður en lifandi, hver veit?

Alla vega verð ég að játa að löngum stundum er ég hræddari við stórmennsku hinna bandarísku ráðamanna með Bush forseta við völd, en Osama bin Laden.  Held að heimurinn yrði betri ef kaninn hætti í þessum eilífðar lögguleik og snéri sér að því að leysa sýn eigin vandamál, sem eru jú ærin.

Speki dagsins: Rússland og Bandaríkin eru aðeins 4 km frá hvort öðru þar sem styst er.
mbl.is Nýtt myndband bin Laden veldur óróa í ríkjum araba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

er hægt að velja? ég á erfitt með það, þetta eru nefninlega báðir snarklikkaðir öfgamenn sem bera ábyrgð á óteljandi dauðsföllum og ótta meðal heimsbúa.

halkatla, 9.9.2007 kl. 16:00

2 identicon

Við eigum að óttast of fordæma alla valdafíkla sem beita ofbeldi í nafni málstaðsins. Einnig er gríðarlega mikilvægt að vera hlutlaus...

Því miður hefur mannskepnan þá tilhneigingu að velja hliðar. Einu sinni var það að vera með Sovétríkjunum og á móti Bandaríkjunum, eða öfugt. Í dag er þetta að skiptast í að vera á móti Bandaríkjunum eða hinum islamska heimi.

Mér finnst algengt að Íslendingar geri lítið úr hættunni sem stafar af t.d. Íran eða N-Kóreu vegna þess að þeir eru svo uppteknir af því að hata Ísrael og Bandaríkin. Við erum í raun öll hluti af vandamálinu með þessari hegðun, að velja hlið (þó það sé bara stuðningur í orðum) ýtir undir frekari átök milli hópa. Fordæmum alla sem beita ofbeldi óháð því hvaðan þeir eru og fyrir hvaða málstað. 

Geiri (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 17:16

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hætta að tala um þá, þá minkar vægið á áhrifin frá þeim í heiminum. Bara að sniðganga þá. Kannski í mesta legi senda Bush út í eyðimörkina að leita !

Edda Agnarsdóttir, 9.9.2007 kl. 18:59

4 identicon

Okkur stafar lítil sem engin hætta af bin laden. Af hverju þeir hafa ekki fundið hann er af því að þeir eru ekki að leita. Bin Laden fjölskyldan og Bush fjölskildan hafa stundað viðskipti í langan tíma og eru miklar "vinafjölskyldur" ef ég má segja það. Bin Laden sá meira að segja um að byggja herstöðvar í Afganistan sem útsendari C.I.A

Það sem að við þurfum að hafa áhyggjur af, og það sem er að gerast í Bandaríkjunum núna er að frelsi einstaklingsins hefur verið dregið niður í lítið sem ekkert. Þeir hafa núna rétt til þess að leita á þér og heima hjá þér, jafnvel þó þú sért ekki heima. Þeir geta handtekið þig opg stungið þér í fangelsi án sanngjarnra réttarhalda bara ef þú liggur undir grun um að vera "terroristi". Og terroristi fyrir þeim getur verið eins lítið og að halda friðsamleg mótmæli. Til eru dæmi um að mótmælendur séu handteknir og þeim grýtt beint í fangelsi þar sem þeir dúsa.

Þetta er annar og heldur leyndari hluti af þessu stríði. Að í gegnum ótta eru þeir að ná mun meiri stjórn á sínum eigin landsmönnum. Þetta land er orðið eitthvað á við fasistaríki og ég hef mínar áhyggjur um framhald. Bin Laden getur búið í helli. Bush og aðrir viðbjóðslega ríkir og valdamiklir bankakallar eru stórhættulegir.

Einar (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 20:07

5 identicon

Óskylt Ósóma frá Hlöðum og Runna forseta: Hvað bátur er Haffari sá sem rakst á nokkra báta við Torfunefsbryggju og skemmdi? Er þetta stór bátur? Finneddeggi í skránum. GTh.

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 21:50

6 Smámynd: Páll Jóhannesson

Gunnar minn ég skal reyna muna eftir því að smella af einni mynd af þessu fleyi og setja hér inn þér til upplýsingar. 

Ég held að þessi bátur sé notaður við skemmti siglingar hér í Eyjafirðinum og einnig bjóða þeir uppá sjóstöng. 

Páll Jóhannesson, 9.9.2007 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband