5.9.2007 | 10:47
Þetta eru jú bara öryrkjar.....
Í gær mátti lesa í Blaðinu þar sem greint var frá einstakling sem svipur hefur verið örorkubótum vegna langrar sjúkrahúslegu. Þetta er víst heimilt samkvæmt lögum, í velferðarþjóðfélaginu Ísland.
Í dag heyrist hvorki hósti né stuna í einum eða neinum, þetta er gleymt. Ef fréttin hefði hins vegar fjallað um forstjóralaun, kaupréttarsamninga bankastjóra eða álíka hefðu viðbrögðin verið önnur. Trúlegt má telja að þá hefðu allir fjölmiðlar landsins sett upp skyndikannanir þar sem spurt hefði verið t.d. ,,ertu sátt/ur við kaupréttarsamninginn sem Jón Jónsson gerði?". Þjóðin hefði staðið á öndinni örlítið lengur og hneykslast.
Hvers konar velferðarþjóðfélag er eiginlega Ísland í dag? hvernig stendur á því að engin hreyfir legg né lið til varnar þessum óréttmætu reglum sem hægt er að beita gagnvart öryrkjum? Öryrki sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús, er þar ekki inni bara til að safna kröftum í eins konar leyfi, viðkomandi er sjúkur.
Er ekki komin tími á að þetta blessaða þjóðfélag sem við viljum kalla ,,Velferðarþjóðfélag" fari að koma fram við öryrkja sem fólk? Getur verið að ráðamenn átti sig ekki á því að öryrki sem leggst inn á sjúkrastofnun þarf eftir sem áður að greiða reikninga t.d. húsaleigu (eða af íbúðarlánum ef viðkomandi er svo heppinn að eiga eigið húsnæði, þá fasteignagjöld), rafmagn- og hitaveitureikninga, tryggingar og ýmsar aðrar skuldbindingar? Ekki tryggir heilbrigðiskerfið það að reikningar þess fólks sem leggst inn á sjúkrastofnun lendi á ís.
Ég velti því fyrir mér hvað geti valdið því að skilningsleysi heilbrigðiskerfisins okkar sé eins lamað og klikkað og raunin er á? Getur verið að eitt af því sé það að þeir sem setja lög og reglur til handa þessum þjóðfélagshópi, sem kallast öryrkjar séu með öllu veruleikafirrt fólk? Eða getur verið að ekkert lagist hjá þessu blessaða fólki sem er öryrkjar af þeirri ástæðu að það getur ekki lagt niður vinnu eða hótað að þiggja ekki bæturnar til að leggja áherslu á að bæta þarf kjör þess? Eða ætli eina ástæða þess sé sú að þetta eru einfaldlega ÖRYRKJAR?
Ég veit ekki hvað veldur. Ég held í þá von að með tilkomu Jóhönnu Sigurðardóttir í félagsmálaráðuneytið geti haft einhver jákvæð áhrif á stöðu þessa þjóðfélagshóp þ.e. öryrkja. En það skelfir mig hins vegar að í heilbrigðisráðuneytinu er maður úr röðum Sjálfstæðisflokksins, flokks sem er trúandi til alls annars en að hjálpa þeim sem minna mega sín í þessu blessaða ,,Velferðarþjóðfélagi".
Fróðleikur dagsins: Reynsla er nokkuð sem maður fær ekki fyrr en eftir að maður þarf á henni að halda.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér um málefni öryrkja. Er ég las hugleiðingar þínar datt mér í hug vinkona mín sem er með mann sinn hjálparlausan í hjólastól eftir áfall sem hann fékk fyrir 3 árum. Ef hún setur hann á Öldrunarstofnun missir hún laun hans og þar með sitt heimili. Kona með lítinn lífeyrissjóð getur ekki ein rekið íbúðina, þótt spart lifi, en með hans ellilaunum og miklum sparnaði halda þau íbúðinni. Er þetta sanngjarnt að kona yfir áttrætt sem komið hefur upp stórum barnahóp þurfi að eyða því sem eftir er ævinnar við þessar aðstæður. Nei, ekki að mínu mati. Betri þjónustu og betri laun handa Öryrkjum og Öldruðum vil ég sjá og það sem fyrst.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 5.9.2007 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.