31.8.2007 | 14:39
,,Stjörnuhrap" takk fyrir.
Nú hefur komið í ljós að ,,Lúxusbíla" eign landans hefur slegið öll met. Styttist örugglega í að þar muni landinn setja heimsmet í eign ,,Lúxusbíla". Ég velti því fyrir mér hvort þetta endurspegli í raun velmegun okkar eða hvort þarna sé hluti skýringarinnar á gríðarlegum yfirdráttarheimildum landans?
Í gær máttu stelpurnar í sameiginlegu liði Þórs/KA þola 1-6 tap gegn vesturbæjar,,Stórveldinu" KR í gærkvöld. ,,Stórveldi" vesturbæjarliðsins er jú sem stendur einungis bundið við kvennaknattspyrnu því karlalið þeirra steinlá í gærkvöld og stefna hraðbyr á 1. deildina.
Mínir menn í 1. deildarliði Þórs taka í kvöld á móti liði Stjörnunnar úr Garðabæ, og el ég þá von í brjósti mér að gestirnir úr Garðabæ fari stigalausir heim að leik loknum. Eiga mínir menn harma að hefna þar sem Stjarnan vann fyrri viðureign liðanna fyrr í sumar. Ég bið um eitt stykki ,,Stjörnuhrap" í kvöld
Dagurinn hófst á morgunkaffi í Hamri eins og alla aðra föstudaga. Þar hittast menn og konur og drekka saman kaffi og leysa öll heimsins vandamál, ef þau eru ekki leyst þá eru í það minnsta lagður grunnurinn af því. Þessi kaffiklúbbur er öllum opin og allir velkomnir, en eðli málsins samkvæmt þá eru jú þetta nær einvörðungu Þórsarar sem þarna koma saman. En það kemur þó fyrir að félagar úr öðrum félögum láta sjá sig og er ávallt vel tekið á móti þeim.
Fróðleikur dagsins: Tunga kamelljóns er tvöfalt lengri en líkami þess.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mynduð þið rétta út faðminn við einmanna Kr-ing? Spurning hvort við ættum ekki að þyggja eitt eða tvö ráð af ykkur þórsurum.
Ég meina það er búið að reyna allt og því finnst mér ekki að heimsókn til smábæjar og kaffiboð til svona utandeildarliðs eins og Þórs sé eitthvað sem myndi skemma neitt héðan af.
S. Lúther Gestsson, 31.8.2007 kl. 19:23
Ég veit að við Akureyringar eru smábær og örugglega fyrir neðan virðingu stórborgara að þurfa heimsækja okkur. Málið er bara ég er stoltur af því að vera smábæjarbúi.
Ekki það að hlakki í mér ef það verður hlutskipti KR-inga að falla um deild. Ég hef mátt þola slíkt, líkt og KR-ingar hafa mátt þola og veit hversu ömulegt hlutskipti það er. Ég er þannig gerður að ég óska engu liði það hlutskipti að falla um deild.
En verði það hlutskipti KR-inga að falla um deild þá verður tekið á móti þeim hér á Akureyri með sömu virðingu og öllum öðrum, sama hvaða lið á hlut að máli. Svo endilega láttu þig bara hlakka til að þiggja kaffi hjá okkur smábæjarfólkinu á Akureyri ef allt fer á versta veg hjá ykkur.
E.s því má svo bæta við að við unnum 4-2 sigur á Stjörnunni í kvöld og þar var sannkallað ,,Stjörnuhrap" eins og ég kallaði eftir.
kv og faðmlag Palli
Páll Jóhannesson, 31.8.2007 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.