Leita í fréttum mbl.is

Kristján L. Möller vissi allan tíman hvað hann söng.

KristjánMöllerÞetta blessaða ,,Grímseyjarferju mál" virtist í upphafi virtist vera einn stór brandari. Nú hefur komið á daginn að þetta er eitt allsherjar klúður frá A-Ö seinustu ríkisstjórn til háborinna skammar.

Ráðherrar og stjórnarþingmenn gerðu lítið úr því þegar Kristján L. Möller tók að velta upp einum og einum steini sem honum fannst bera keim af skítalikt og sá þá fljótt að af málinu var mikil skítalikt - mikill fnykur.

Þeir þingmenn, sem lítið gerðu úr þessu máli í kosningabaráttunni, og sögðu m.a. ,,þetta er bara stormur í vatnsglasi og smá moldviðri" sem KLM þingmaður er að reyna nýta sér sem atkvæðasmölum í kosningabaráttunni. Þessir ágætu þingmenn ættu nú að sýna sóma sinn og taka á sig örlítið af ábyrgð svona til tilbreytinga.

Það eina sem Kristján L. Möller gerði var bara fletta ofan af vondum vinnubrögðum en situr nú uppi með þetta blessað skip sem er verið að reyna gera að ferju handa Grímseyingum.

En stóra spurningin er þessi ,,af hverju skríða þeir ráðherrar og þingmenn í felur og reyna afsaka þetta endemis klúður sem þeir eiga skuldlaust, hvað veldur? Held ég tileinki fróðleik dagsins þeim viðeigandi ráðamönnum sem stóðu að því að þessi riðkláfur var keyptur og reynt að breyta í ferju með því klúðri sem lýðnum er ljós.

Fróðleikur dagsins: Mörg viturleg orð eru sögð í gamni. Því miður er miklu meira um það, að heimskuleg orð séu sögð í fullri alvöru.

 


mbl.is Vegagerðin og fjármálaráðuneytið skiptust á skoðunum um Grímseyjarferju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Kristján Möller er maður sem á ekki að tala við fjölmiðla, hann einfaldlega kann það ekki.

Þessi mannleysa gengur út af fundi sem honum líkaði greinilega ekki beint fundarefni og gengur svo rakleitt í gildru fréttmanna greinilega afar ósáttur og leggur nafn Einars Hermanssonar í svaðið. Segir í beinni útsendingu að ekki eigi að skipta við Einar meir.

Hverju svara svo Kristján Möller þessu í fréttqablaðinu í dag? Jú einmitt: "Ég vill ekki tjá mig um mál Einars að svo stöddu" Af hverju í andskotanum heldur maðurinn ekki bara áfram að drepa niður orðspor Einars og kálar honum endanlega? Jú hann kannski sá eftir þessari fljótfærni sinni um daginn er ekki maður til að biðjast afsökunnar.

Íslenskt þjóðfélag á alveg í nógu miklum vandræðum svo við höfum ekkimenn eins og Kristján í stöðum sem skipta máli. Kristján Möller á að fá rauða spjaldið og ævilangt leikbann.

Lúther Gestsson

S. Lúther Gestsson, 23.8.2007 kl. 21:10

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Við skulum bíða og sjá hversu saklaus hann Einar er. En hvað með alla hina dru....sokkana sem bruðluðu með skattfé okkar og láta eins og ekkert sé sjálfsagðara? held að við ættum frekar senda þeim rauða spjaldið og senda þá í ævilangt frí, ekki var það KLM sem klúðraði þessu ferjumáli svo mikið er víst.

Páll Jóhannesson, 23.8.2007 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband