Leita í fréttum mbl.is

Fínn dagur hjá Þórsurum.

Lárus Orri SigurðssonÓhætt er að fullyrða að dagurinn í dag hafi verið árangursríkur hjá okkur Þórsurum. Í það fyrsta vann m.fl. karla lið Fjarðarbyggðar hér á Akureyrarvelli í dag með 1-0 með marki frá Hreini Hringssyni. Er þetta langþráður sigur minna manna sem ekki höfðu unnið deildarleik frá því er þeir unni Njarðvík hér á heimavelli snemma í júní en þann leik vann Þór 2-1, til hamingju strákar.

Sameinað lið Þór/KA í m.fl. kvenna sem Þór rekur að öllu leyti vann 0-1 sigur á Fylki á útivelli á sama tíma og eru þær á hægri leið upp stigatöfluna og stigu þar með stórt skref í þeirri baráttu að tryggja sæti sitt í efstu deild, til hamingju stelpur.

Þá fór fram úrslitakeppni í 6.fl. karla í n.a riðli Íslandsmótsins á Þórsvellinum í dag og átti Þór tvö lið í þeirri keppni þ.e. A og B lið. Skemmst er frá því að segja að bæði liðin stóðu uppi sem sigurvegarar. Frábær árangur, til hamingju strákar. Þjálfari strákana er Hlynur Eiríksson.

Á morgun tekur svo A-lið stúlkna í 6. fl. þátt í n.a. riðli Íslandsmótsins í knattspyrnu og verður gaman að sjá hvernig þeim mun vegna í því móti. Þjálfari þeirra er engin annar en knattspyrnukóngurinn Hlynur Birgisson.

Frábær dagur til hamingju Þórsarar nær og fjær.

Í nótt fengu svo barnabörnin Margrét Birta og Elín Alma að gista hjá ömmu og afa, svo að mikið fjör var í Drekagilinu eins og venjan er þegar þær eru á staðnum. Þegar svo háttar til fær engin að sofa út þrátt fyrir bænir þar um. Það er samt í góðu lagi því þær eru þvílíkir gleðigjafar að fátt eða ekkert toppar þetta.

Fróðleikur dagsins: Ef þú setur rúsínu í kampavínsglas mun hún sökkva til botns og fljóta upp á yfirborðið til skiptis.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já Páll ég er lík Þórsari

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 25.8.2007 kl. 11:28

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já við erum greinilega samherjar í sumu, gaman að þessu

Páll Jóhannesson, 25.8.2007 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband