8.8.2007 | 00:06
Ranglega eignað heiður
Mér skilst að ég hafi ranglega sakað bæjarstjórn Akureyrar um að hafa staðið fyrir því að setja aldurstakmörk á tjaldstæði í bænum yfir Verslunarmannahelgina. Mér er tjáð að þetta sé einhverjum vinnuhópi að kenna/þakka að svo sé. Því segi ég sorry - mér er pínulítið létt.
Ég vil skora á greinarhöfund Staksteina í Morgunblaðinu 7. ágúst að biðja Sigrúnu Björk Jakobsdóttir afsökunar á því að hafa eignað henni þann gjörning. Staksteinar segja Sigrúnu Björk hafa sýnt kjark með að taka þessa ákvörðun að stiga það skref að setja þessi takmörk á. Í lok Staksteina segir orðrétt ,,Þann kjark sýndi hinn nýi bæjarstjóri Akureyringa og Sigrún Björk Jakobsdóttir á þakkir skildar fyrir það". Fyrst bæjarstjórn kom hvergi nálægt þessu þá er rétt að skora á greinarhöfund Staksteina að biðja Sigrúnu afsökunar á því að hafa eignað henni þennan gjörning, rétt skal vera rétt.
Hvernig sem í þessu öllu liggur þá er ljóst að hinir svokölluðu ,,vinir Akureyrar" ætla sér ekki að standa fyrir fleirum uppákomum um verslunarmannahelgina ef þessi aldurshópur þ.e.a.s. 18-23 verður útilokaður frá tjaldstæðum bæjarins. Verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig þessi mál þróast.
Nú sér loksins fyrir endann á sólpalla smíðinni sem hófst í byrjun júlí og hefur staðið með hléum. Stefnt að því að klára klæða skjólvegginn að innanverðu á morgun.
Í lokin er rétt að nefna það og óska bróðurdóttir minni henni Telmu til hamingju með það að vera flytja heim til Íslands að nýju. Telma hefur marga fjöruna sopið þótt ung að árum sé. Hún hefur s.l. 3 ár verið að vinna hjá EFTA í Brussel. Mun hún svo hefja störf sem lögfræðingur þegar heim verður komið.
Fróðleikur dagsins: Ekki trúa blindir á ást við fyrstu sýn.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.