2.8.2007 | 23:52
Snarvitlaus ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar
Tók áskorun um að setja inn myndir fram framkvæmdum við sólpallasmiðina. Voru einhverjir farnir að efast um að framkvæmdir yfir höfuð ættu sér stað þar sem svo mjög þetta verk virðist dragast heldur á langinn. En yfir smiðurinn lætur sér í léttu rúmi liggja þótt sumum þyki verkið miða seint. En endilega farið inn í myndaalbúmið pallijoh og kíkið á myndirnar frá þessum marg umtöluðu framkvæmdum.
Það fór eins og mig grunaði að sú snarvitlausa ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar að banna unglingum 18.-23. ára að tjalda á tjalda á tjaldstæðum bæjarins hefur vakið undrun og hneykslan margra. Ekki von enda hér um þvílíka vitleysu að ræða að það hálfa væri nóg, og nóg er nú samt. Hefði verið nær að undirbúa komu unga fólksins vandlega. Verðum að hætta að nota aðferð strútsins, hún virkar bara ekki.
Sven Göran stjóri Man City heldur áfram að styrkja liðið svo um munar og muna menn ekki annað eins. Ég er hæst ánægður með þetta hjá honum Svenna eins og Bjössi Vidda kallar stjórann okkar. Enn og aftur hlakkar manni til þess að sjá hvernig þetta muni virka.
Ætlaði mér að fara á völlinn í kvöld og sjá hið unga lið Þórs/KA í knattspyrnu kvenna þar sem liðið tók á móti Keflavík í Landsbankadeild kvenna. Af óviðráðanlegum orsökum komst ég ekki. Var að lesa um leikinn og skilst manni að Þór/KA hafi verið með eindæmum óheppið og hefði í raun verðskuldað meir út úr þessum leik.
Fróðleikur dagsins: Byggt á alls kyns alheimsfræðilegri tækni, hefur verið reiknað út að alheimurinn sé 10-18 gígaára gamall. (1 gígaár = 1.000.000.000.000 ár)336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta með strútsaðferðina hjá þínum mönnum virðist ekki ná til þess fólks sem þyrfti að vita þetta. Ég hringdi í strákinn minn í gærkvöldi og sagði honum fréttirnar af 20 ára aldurstakmarkinu, en hann vissi af tjaldsvæða fyrirkomulaginu og þeir eru nokkrir sem leigja íbúð saman. Maður hefur auðvitað áhyggjur af þessu, þetta er allt svo ófyrirsjáanlegt og svo lendir ungt fólk í fordómum.
Edda Agnarsdóttir, 3.8.2007 kl. 10:33
Já Edda mín mínir menn í bæjarstjórn hafa staðið sig illa varðandi þetta leiðindamál. Hef hitt marga í dag og það virðist stefna í óefni víða í bænum, en við verðum að vona hið besta.
Páll Jóhannesson, 3.8.2007 kl. 12:25
Palli...þetta fyrirkomulag er á fjölda tjaldsvæða um allt land um þessa helgi og margar aðrar.. síðst kom fram að slíkt er á Flúðum og Laugarsvatn er með 30 ára aldurstakmark. Þetta er neyðarúrræði sem menn grípa til vegna ýmssa atburða sem átt hafa sér stað á tjaldsvæðum undanfarin ár og ekki má gerast. Venjulegt fólk forðar sér ef ónæði er úr hófi á slíkum stöðum. Mín skoðun er að það átti að hafa hér unglingatjaldsvæði með góða gæslu en þegar slíkt var ekki inni myndinni var ljóst að eitthvað yrði undan að láta.
En fémennið hér er að mestum parti vegna veðurs...það sér hver maður sem fylgst hefur með úthátíðum um Versló lengi. Verra veður hefur ekki verið hér þennan dag frá því í ágúst 1979 og þess vegna mætir fólk ekki og er í sólinni fyrir sunnan. Sjáðu frétt frá Sigló...alveg sama sagan og hér
Síldarævintýrið á Siglufirði hefur farið vel af stað að sögn lögreglu, en oft hafa þó verið fleiri á hátíðinni. Veðrið setur þar strik í reikningin, en rigning er og heldur kalt líkt og annars staðar á Norðurlandi. Fáir eru í tjöldum, og þá helst yngra fólk, en margir í heimahúsum, húsbílum og fellihýsum.
Jón Ingi Cæsarsson, 4.8.2007 kl. 22:10
Gleymdi aðeins...það var ekki bæjarstjórn sem tók þessa ákvörðun heldur starfshópur sem kosinn var til að sjá um þessi mál fyrir hönd bæjarins..
Jón Ingi Cæsarsson, 4.8.2007 kl. 22:12
Sæll Jón Ingi! ég hef þá trú og hef haft lengi að besta leiðin til að hafa stjórn á hlutunum er að takast á við þau vandamál sem upp koma og leysa þau, en ekki ýta þeim frá okkur. Jú vissulega setur slæmt verður stórt strik í reikningin.
Og að þessari ákvörðun þá mótmælti ég þessu harðlega á bæjarmálafundi í vor hjá okkar fólk þar sem við vorum upplýst um hver stefnan væri. Því kom þetta mér ekki á óvart að tjaldstæðunum yrði lokað, það hef ég vitað í allt sumar.
Það kom svo fram í fréttum í gær á Rúv að eftir könnun sem fréttastofan gerði að ekki er meirihluti í bæjarstjórn fyrir þessu. En bæjarstjórnin er jú vissulega ábyrg fyrir því sem vinnuhópar á hennar vegum gerir, ekki satt?
Að lokum þá el ég þá von í brjósti mér að við Akureyringar tökum með þroskaðri hætti á framkvæmd næstu verslunarmannahelgar að ári. En drottinn minn hvað ég er orðin pirraður á sumum í samstarfsflokknum okkar....
Páll Jóhannesson, 5.8.2007 kl. 11:13
Kom framm í fréttum í morgun að afar erilsamt hefði verið hjá lögreglunni á Akureyri, þó var ég í Rvk. Allar fangageymslur fullar, ölvunaraksrar, hraðakstur, eiturlyfjamál og fl. Nú fáum við bara aldur þessa fólks sem fyllti fangageymslur á Akureyri.
Páll, þessi pallur er greinilega meistarasmíð, það sést strax. Kemur meira að sega á óvart að hann virðist meira að sega beinn, enn það er örugglega þeim stutta á myndunum að þakka.
S. Lúther Gestsson, 6.8.2007 kl. 11:55
Það var fjöldi fólks hér í bæ og fólki var ekki bannað að koma til Akureyrar eða gista hér á eigin vegum.
Það sem ekki var leyft frekar en undanfarin mörg ár að ákveðnum aldurshópi var haldið frá fjölskyldutjaldsvæðum. Þannig hefur það verið mjög lengi og ekkert nýtt.... Það sem breyttist var að ekki var leyft að hafa sérstök unglingatjaldsvæði...eins og hefur verið hjá Þór og var hjá KA einu sinni.... KA menn treystu sér ekki til að halda þessu áfram af því vellirnir þeirra lágu undir skemmdum en hvað varðar Þór var þessi ákvörðun tekin að leyfa þetta ekki í ljósi reynslunnar.
Svo er það að taka þessa umræðu einu sinni enn...en það er ávisst hér að tekist er á um hvort og hvernig halda eigi svona hátíð hér.
Jón Ingi Cæsarsson, 6.8.2007 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.