31.7.2007 | 08:56
Árni hefur engu gleymt - ekkert lært.
Nú styttist í að fingrafar Kristjáns L. Möller verði sýnilegt hér á Akureyri. KLM tók þá skynsamlegu ákvörðun að flýta fyrir framkvæmdum við lengingu flugbrautarinnar á Akureyri. Ekki einvörðungu Akureyringar hagnast á þessu, heldur allir norðlendingar - húrra fyrir Kristjáni.
Á sama tíma sló KLM af jarðgöng til Eyja enda eru þau einfaldlega allt of dýr og ekkert sem fram hefur komið sem réttlætir þann gjörning. Eyjamenn eiga þó skilið bættari samgöngur leita þarf bara annarra leiða, sem ég vona að ríkisstjórnin geri með KLM í broddi fylkingar. Aftur á móti komu viðbrögð Árna Johnsen ekki á óvart. Hann heldur áfram að vera með stór orð og yfirlýsingar t.d. um pantaðar skýrslur og guð má vita hvað? Hann hefur dustað ríkið af fingrafari sínu þann stutta tíma eftir að hann var kjörin aftur á þing. Hann hefur engu gleymt - og ekkert lært.
Um helgina héldu mínir menn í Þór í ,,Víking" Ólafsvíkur og léku þar gegn heimamönnum í Víking. Lengi vel leit út fyrir sigur Þórs, en Víkingar gáfust ekki upp og náðu að skora tvö mörk á lokakaflanum og vinna 2-1 sigur.
Í kvöld fer svo fram leikur á Akureyrarvelli þar sem Reynir frá Sandgerði kemur í heimsókn. Fyrri viðureign liðanna sem fram fór í Sandgerði 26. maí s.l. lauk með stórsigri Þórs 1-5. Vonandi endurtaka mínir menn leikinn þ.e.a.s. og vinna í kvöld. Reynismenn sitja á botni deildarinnar en það segir svo sem ekki alla söguna þegar í leikinn er komið. Hvet fólk til að mæta á völlinn í kvöld.
Sólpalla smíðin hér í Drekagilinu heldur áfram og miðar bara nokkuð vel þrátt fyrir ýmsar tafir. Dekkið búið og nú verður hafist handa við að gera skjólvegginn. Sem sagt það styttist í að pallurinn verði vígður.
Fróðleikur dagsins: Pablo Picasso var yfirgefinn af ljósmóðurinni þegar hann fæddist því hún taldi hann hafa fæðst andvana. Honum var bjargað af frænda sínum.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi sólpallasmíði er farinn að dragast grunsamlegalangt á langinn, nú er svo komið að bloggvinir þínir heimta myndir af gjörníngnum. Okkur er farið að gruna að miða við þennan uppsetningartíma hljóti að vera dansað á 240fm gólfi í vígslunni.
S. Lúther Gestsson, 2.8.2007 kl. 02:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.