22.7.2007 | 22:29
Harry Potter æði hér og þar og allstaðar
Hugðist hendast á völlinn á föstudagskvöld og sjá leik Þórs og ÍBV. Öllum að óvörum í veðurblíðunni þá varð að fresta leiknum til laugardags þar sem ekki var hægt að fljúga frá Eyjum.... var að velta því fyrir mér hvort það hafi verið sólin hér norðanlands sem hræddi þá?
Leikurinn átti að hefjast kl. 14:00 frestað til 15:00 og loks hófst hann svo um kl. 17:30. Þar með komst ég ekki. Kannski eins gott því mínir menn máttu lúta í gras eins og Bjarni Fel segir gjarnan um lið sem tapar. Leiknum lauk með sigri ÍBV 0-2. Fótbolta helgin var heldur rýr hjá okkur Akureyringum því nágrannar okkar á brekkunni héldu til Ólafsvíkur og sáu þeir gulu aldrei til sólar og steinlágu 6-0. Heldur er farið að syrta í álin hjá vinum okkar á brekkunni.
Á laugardagskvöldið var tekin smá pása frá sólpalla smíðinni og vinum okkar úr Hraungerðinni boðið í mat þar sem grillað var hið eina sanna Íslenska fjallalamb, sem klikkar aldrei. Kvöldinu svo eytt við nammiát og afslöppun með góðum vinum.
Sunnudagur smá smíð fram að formúlu en þá var sest niður og fylgst með afar undarlegum kappakstri svo ekki sé nú meira sagt. Að honum loknum var tekið aftur til við hendinni við smíðina.
Greinilegt að heimurinn stendur á öndinni (má það?) í spenningi yfir Harry Potter og örlögum hans. Hef reyndar ekki lesið sem mikið sem eina blaðsíðu af þessum ævintýrum. Fór þó í bíó þegar fyrsta myndin kom út - þurfti ekki meira til - þetta höfðar ekki til mín.
Á morgun koma Dagga og fjölskylda heim aftur eftir að hafa eytt 8 dögum í Englandi þar sem Jói var að útskrifast sem Masters eitthvað gott hjá honum. En enn betra og því meir hlakkar mig til að hitta barnabörnin sem ég hef ekki séð í viku sem er full mikið fyrir jafn viðkvæma sál og ég er. Nokkuð ljóst að þau verða tekin og knúsuð og dekruð að hætti afa og ömmu
Fróðleikur dagsins: Central Park í New York var opnaður árið 1876.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér er stórlega létt...ég er ekki eina eintakið sem er laus við Potteræðið mikla... hver er annars þessi H. Potter ????
Jón Ingi Cæsarsson, 22.7.2007 kl. 22:32
Sæll Jón Ingi! mér létti líka við þess athugasemd frá þér - ég var farin að halda að ég og Sölli værum einir í heiminum úff velkomin í hópinn.
Páll Jóhannesson, 22.7.2007 kl. 22:36
Ég hef aldrei lesið Potter og hef aðeins séð part og part af einhverri bíómynd eða bíómyndum og heillaðist ekki. Eeeen ég verð að viðurkenna það að ég er alltaf að hugsa um bækurnar og hef hug á að svolgra eina í mig - sjáum til.
Edda Agnarsdóttir, 23.7.2007 kl. 01:04
Er enn að velta því fyrir mér hvernig ÍBV gat unnið 0-0
Anna Bogga (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 11:10
Takk frænka fyrir ábendinguna. En ég hefði verið sáttari ef leikurinn hefði farið 0-0. En eitt sinn var sagt að Íslendingar hafi unnið Frakka 1-1 í frægum leik á Laugardalsvelli haustið 1998. Svo það eru samt fordæmi fyrir því að hægt sé að vinna með jöfnu
Páll Jóhannesson, 23.7.2007 kl. 11:43
Anna við verðum að horfa fram hjá svona íþróttalýsingum hjá Páli, fyrir hann að skrifa 2-0 tap hjá Þór er ekkert ósvipað og fyrir Samfylginguna að útskýra fylgistap.
Auðvitað er aldrei um hreint tap að ræða heldur þarf að lesa bara betur í úrslitin. Ef við myndum biðja Pál um nákvæma leiksskýrslu sæjum við fljótlega að auðvitað hefði þessi leikur átt að fara 0-0.
S. Lúther Gestsson, 23.7.2007 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.