Leita í fréttum mbl.is

Moli hinn eini sanni kom sá og sigraði.

oldboys6Lífið er fótbolti eða alla vega hefur allt snúist um fótbolta hér á Akureyri s.l. daga. Pollamót Þórs lauk í dag sem og N1 mótinu. Þessu var svo öllu í raun slúttað með Old-Boys landsleik milli Íslands og Danmerkur á Akureyrarvelli 07-07-07.

Ríflega fjögur þúsund manns mættu á svæðið til að berja þessar fornu hetjur augum í fyrsta opinbera Old-boys landsleik sem Íslendingar taka þátt í knattspyrnu. Stuðmenn hituðu upp fyrir leik eins og þeim einum er lagið - flottir hallærislegir karlar sem alltaf eru fjandi flottir og skemmtilegir.

Báðum liðunum var fylgt inná völlinn af ungum og upprennandi knattspyrnuhetjum úr 6. flokki karla og kvenna. Strákarnir urðu Shellmótsmeistara í sínum riðli og stelpurnar unnu alla leiki sína í norðurlandsriðli og eru því komnar í úrslit á Íslandsmótinu - flottir krakkar.

Af landsleiknum er það helst að frétta að Íslendingar unnu frækinn 1-0 sigur á Dönum sem gerist nú ekki á hverjum degi. Þó verður að segjast eins og er að Danirnir voru heldur sterkari aðilinn en Íslendingarnir gerðu það sem gera þarf til þess að vinna leik, þeir skoruðu.

oldboys2Það sem er öllu skemmtilegra við sigurinn er að það var Akureyringur og Þórsari sem skoraði þetta sigurmark. Var þar á ferðinni Siguróli Kristjánsson sem er betur þekktur undir nafninu MOLI, og verður hér eftir ekki kallaður annað en SiguMoli. SigurMoli er í dag aðstoðarþjálfari hjá Dragan Stojanovic en saman þjálfa þeir meistaraflokk Þórs/KA í knattspyrnu kvenna. SigurMoli var einn af bestu leikmönnum sem Þór hefur átt, en hann varð að hætta knattspyrnuiðkun allt og ungur vegna þrálátra meiðsla. Var svo sem ekki hægt að sjá á tilburðum hans með Old-Boys að hann hafi nokkru gleymt.

Fróðleikur dagsins: Betra er að standa á eigin fótum en annarra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband