1.7.2007 | 01:21
07-07-07 ekki missa af þessu
Félagi minn rauk á mig og spurði ,,hva á ekki að blogga um leikinn gegn Þrótti?". Ég var svo helv.... brattur fyrir leik en þögull að honum loknum. Verð að játa að Þróttur vann sanngjarnan sigur, þeir spiluðu betur og uppskáru eins og þeir sáðu, en ekki þar með sagt að mínir menn hafi tapað sanngjarnt, þetta var náttúrulega einn stór DÓMARA SKANDALL, PUNKTUR.
Hentist út í góða veðrið í morgun og saup mitt morgunkaffi og las Moggann í morgunsólinni, ekki leiðinlegt. Lagði svo leið mína í bæinn upp úr hádeginu og hitti barnabörnin á skemmtun í miðbænum þar sem Sparisjóður Norðlendinga bauð til útihátíðar í tilefni 10 ára afmæli bankans. Hef verið í viðskiptum við Sparisjóðsins frá upphafi. Mæli hiklaust með þessari stofnun.
Fór í gær og keypti afmælisgjöf handa frúnni þótt enn sé tæplega hálfur mánuður til stefnu. Af skiljanlegum ástæðum verður ekki gefið upp hér hvað það var, ef vera skildi að hún myndi lesa þess vitleysu alla sem ég blogga í erg og gríð.
Nú er ekki nema tæp vika þar til að Pollamót Þórs hefst með pompi og prakt. Og nákvæmlega vika þar til Old - Boys landsleikur Íslands og Danmerkur fer fram á Akureyrarvelli þann 07-07-07. Þar munu margar þekktar knattspyrnuhetjur taka fram skóna að nýju og sína ,,gamla" takta og eins og Atli Eðvaldsson fyrrum landsliðsmaður sagði við mig í viðtali sem birt verður í vikunni á www.thorsport.is og www.fotbolti.net ,, við ætlum að sýna að það lifir ekki bara enn í gömlum glæðum heldur logar þar sem aldrei fyrr".
Ég skora á alla að koma á völlinn og sjá þessar hetjur meðal Íslensku leikmanna má nefna; Atla Eðvaldsson, Arnór Guðjohnsen, Birkir Kristinsson, Eyjólfur Sverrisson, Guðni Bergsson, Guðmundur Torfason, Guðmundur Steinsson, Halldór Áskelsson, Ólafur Þórðarson, Ómar Torfason, Pétur Ormslev, Sigurður Grétarsson, Siguróli Kristjánsson, Þorgrímur Þráinsson, Þorvaldur Örlygsson.
Meðal þeirra leikmanna sem koma frá Danmörku má nefna; Peter Schmeichel og Jan Rindom, John Sivebæk, Henrik Risom, Morten Donnerup, Bent Christensen, og fl.og fl.... á þessari upptalningu má sjá að það eru engir aukvissar sem koma til með að leika á Akureyrarvelli þann 07-07-07.
Þessa helgi verður sem sagt nóg að gera hjá okkur Þórsurum þ.e.a.s. Pollamótið og Landsleikurinn sem er alfarið á okkar vegum. Þessi helgi er orðin stærsta fótbolta helgi ársins því eins og kunnugt er fer einnig fram N1 mót KA sem eitt sinn hét Essó-mót KA. Þannig að Akureyrarbær breytist í allsherjar fótboltabæ frá morgni til kvölds frá miðvikudegi til sunnudags.
Fróðleikur dagsins: Í Ólympískri glímu er keppendum bannað að snúa upp á tærnar á andstæðingum sínum.20 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.