Leita í fréttum mbl.is

Ég læt ekki bjóða mér þetta lengur

ChallengerNú hef ég fengið algerlega nóg. Ég læt ekki bjóða mér þetta lengur. Ég hef ákveðið að láta gamlan draum rætast, og það eins fljótt og auðið er og ekki mínútunni seinna en.

Það er auðvita ekki nokkurt vit í því að láta sig hafa það að ferðast með handónýtum flugfélögum sem bjóða manni bara upp á gamla riðkláfa sem hanga saman á málningunni og lyginni einni saman. Ég ætla segja skilið við Rörin, þristana, fjarkana og guð má vita hvað þessi skrapatól heita.

Ég ætla leyfa mér þann munað eins Björgólfur Thors, Jón Ásgeir og fleiri nýríkir gæjar sem voru enn að leika sér í sandkassa þegar ég var kominn á sjóinn og raka saman seðlum.

Ég hef ákveðið að fjárfesta í einni lítilli þotu, svo einkaþotu. Ég er búinn að ákveða að fá mér Challenger 604 líkt og Bjöggi gerði. Hans er víst 1999 svo ég ætla splæsa í eina 2001 og ekki mínútunni eldri, bara alls ekki.

Er nokkur ástæða til þess að vera með einhvern smáborgarahátt þegar hægt er að vera flottur á því? Þegar þetta verður allt um garð gengið verður þá nokkur ástæða til þess að aka um á Skoda?

KaggiNú verð ég að fara fylgjast með á hvernig bílum þessir gæjar aka um á og fá mér einn slíkan eða tvo. Eða verða þeir ekki að vera tveir? til að vera sannkallaður sentilmaður gef ég konunni einn, svona frúarbíl, ég held það barasta. Hef alltaf verið veikur fyrir rauðum bílum, eins og sést á þeim eðalvagni sem ég hef ekið um síðan í desember 2003. Rauður skal hann vera og trúlega Ferrari, alltaf verið veikur fyrir þeim og er einn af örfáu bílategundum sem ég hef enn ekki látið eftir mér að eignast. Kannski eitthvað í þessa veruna, hver veit?

Og til þess að berast nú ekki of mikið á þá er ég að pæla í því að skipta ekki yfir í stærra og dýrara hús, það gæti bara alið á öfund og kallað á óþægilega öfund samborgara minna. Það er jú eitt af því sem ég vil og reyni að forðast.

Af sérstökum ástæðum ákvað ég fremur að blogga um drauma mína fremur en annað sem mér er hugleikið dagsdaglega, og ekki orð meir um það.

Fróðleikur dagsins: Vænghaf Boeing 747 þotu er lengra en fyrsta flug Wright bræðra.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Már Guðmundsson

Góður.

Hef sjálfur verið að pæla í að fjárfesta í einkaþotu. En eftir að hugsað mig um hef ég ákveðið að klára fyrst námið :)

Bestu kveðjur norður,

Magnús Már Guðmundsson, 23.6.2007 kl. 12:41

2 Smámynd: Magnús Már Guðmundsson

p.s. fróðleikur dagsins er afar athyglisverður

Magnús Már Guðmundsson, 23.6.2007 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband