Leita í fréttum mbl.is

Þú ræfilsdruslan.....

pallieinn2Ég fór í Bónus í gær og þar rakst ég á ,,granna" ég sá á svipnum á honum að ekki var von á góðu. Hann vatt sér að mér og sagði með þjósti ,,þú ert nú meir hálfvitinn..... hver heldur þú að trúi því að þú getir keypt einkaþotu og Frerrari? Þú ræfilsdruslan sem ekur um á Skoda og býrð í lítilli parhúsíbúð?". Hann starði á mig eins og ég hafi framið glæp.

Áður en mér tókst að svara nokkru þá bætti hann við og sagði ,, og það sem meira er þú auglýsir þetta á netinu ha á þessari bloggsíðu þinni - þú ert nú meiri bjáninn". Ég opnaði munninn og ætlaði að reyna bera hönd fyrir höfuð mér en þá hóf ,,granni" upp raust sína aftur og sagði ,, Ég er alveg sannfærður um að sagan um Palla sem var einn í heiminum var samin um þig. Farðu nú að þroskast og horfast í augu við veruleikann Palli minn og sættu þig við að þú eignast aldrei einkaþotu og Ferrari. Þú munt áfram aka um að Skoda druslu hér eftir sem hingað til".

Fólkið í búðinni var farið að horfa á okkur. Hvað er í gangi mátti lesa úr augum fólksins sem vissi ekki hvaðan á það veðrið stóð. ,,En ég get sagt þér...... " sagði ég en þá sagði granni ,,já ekkert enn þú ættir að skammast þín að blaðra svona ábyrgðarlaust og koma inn ranghugmyndum hjá fólki". Granni gekk af stað innar í búðina. Ég hóf upp raust mína og kallaði hátt og snjallt á eftir honum ,, þú skalt ekki tala illa um Skodan minn hann er nú elegance útgáfa og vigtar þung uppí Ferrari sá bíll á ekki að vera endilega elegance. Granni snérist á hæl og þrusaði í burtu. Já þau eru skrítin þessi samtöl okkar granna, það má nú segja. En ég bíð eftir þeim degi að ég hitti á granna í góðu og jákvæðu skapi. Hvort sem draumar mínir rætast eður ei, þá er það í það minnsta ekki vandamál ,,granna". Ég held áfram að njóta lífsins eins og segir í ljóðinu góða ,,ljúft er að láta sig dreyma......"

Þegar ég lít í spegil þá finnst mér eins og ég sé enn tvítugur. Þegar ég lít á börnin mín er mér kippt niður á jörðina, þá átta ég mig á því að ég er ekki tvítugur. Ég hugga mig þó við að það er þó huggun harmi gegn að það sjáist á börnum hve aldurinn færist yfir mig.

giftingÍ dag eru liðin heil 7 ár frá því að frumburður minn gekk í það heilaga. Heils 7 ár frá því að hún kasólétt gekk upp að altarinu og sagði þetta afdrifaríka JÁ. Þetta er jú gangur lífsins og ég er örugglega ekki einn um að standa í þessum sporum, eða hvað?

Ég óska dóttir minni og tengdasyni til hamingju með daginn. Þessi 7 ár hafa verið viðburðarrík í lífi þeirra á margan hátt. Þau hafa framleitt þrjú yndislega börn sem ég nýt til fullnustu að vera með í tíma og ótíma. Þau hafa flutt erlendis til þess að mennta sig og heim aftur. Dóttirin náði sér í stúdentspróf og sjúkraliðamenntun og tengdasonurinn komin með mastersgráðu, greinilegt að þau sitja ekki auðum höndum. Þetta er fólk sem lætur drauma sína rætast og það er vel. Ég samgleðst þeim og segi til hamingju með daginn krúttin mín.

Að lokum - ég las um daginn um frásögn af hörmulegu slysi þar sem sagt var ,, klippa þurfti farþegann út úr bílnum....." og í fyrirsögninni sagði að viðkomandi væri alvarlega slasaður. Ef eitthvað er að marka það sem blaðamaðurinn skrifaði þá skil ég vel að viðkomandi sé slasaður ef það þurfti í raun og veru að klippa viðkomandi út úr bílnum. Í minni einfeldni hélt ég að venjan væri að klippa bílana utan af fólkinu.....

Ég hef þó miklar áhyggjur af stóraukinni tíðni í umferðinni. Og láir mér hver sem vill þegar ég segi ykkur að mér finnst því miður oftar en ekki eins og frumskógarlögmálið sé komið af fullum þunga í umferðina þ.e.a.s. á götuna, það er sorglegt.

Fróðleikur dagsins: Velgengni virðist oft vera einfaldlega að þrauka eftir að aðrir hafa gefist upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir elsku pabbi minn fyrir þín fallegu orð   Það er alveg satt að þetta hafa verið viðburðarrík og yndisleg 7 ár og verða betri með árunum  Við nutum dagsins með krökkunum í bíói á myndinni Shrek 3 og var það alveg yndislegt, höldum svo áfram með smjörið við að pakka á morgun

Þín dóttir og tengdasonur

Dóttirin (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 00:07

2 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Hæ hæ já þú mátt vera stoltur af dóttur þinni og tendasyni og óska ég þeim til hamingju með daginn. Hey þetta með grannann þínn veit hann ekki að það er allt í lagi að láta sér dreyma um hlutina það kostar ekkert að láta sig dreyma eða hvað? Við eigum öll okkar drauma og allt í lagi að láta þá á netið svo framarlega sem þeir særa ekki blíðgunarkennd nokkurs manns. En jæja bið að heilsa norður fyrir heiðar og hafið það sem allra best. Kveðja frá Suðurnesjamönnum

Hrönn Jóhannesdóttir, 25.6.2007 kl. 10:50

3 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Til hamingju með krakkana og Skódann. Sammála þér með aldurinn... maður er ekki einu sinni farinn að ákveða hvað maður ætlar að gera þegar mðaur verður stór. Svo er það er eitt með draumana Palli minn... maður reynir að láta sig dreyma um eitthvað skárra en maður hefur... ekki Ferrari. Hefði skilið þig hefðir þú nefnt McLAren með þotunni... en Fiatinn stenst nú ekki Skodann.

Þorsteinn Gunnarsson, 25.6.2007 kl. 11:21

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég myndi nú ekki gera veður út af því ef það yrði McLaren flottir líka. En Skodi stendur nú fyrir sínu hvað sem öllum draumum líður.

Páll Jóhannesson, 25.6.2007 kl. 13:28

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Skemmtileg færsla og til hamingju með börnin. Var þetta kannski Jóhannes í Bónus sem þú hittir? Nej segi bara sisona!

Edda Agnarsdóttir, 25.6.2007 kl. 14:21

6 Smámynd: Páll Jóhannesson

Nei Edda! ekki var þetta Jóhannes sjálfur. Um þennan mann blogga ég af og til en það verður á því bið að ég upplýsi hver hann er.

Páll Jóhannesson, 25.6.2007 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

270 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband