Leita í fréttum mbl.is

Ber aldurinn vel og vex með hverjum deginum sem líður.

ThorsmerkiAfmælisbarn dagsins er orðið 92 ára gamalt. Og þrátt fyrir þennan háa aldur er svo mikið að gera hjá afmælisbarninu að það gefur sér ekki tíma til að halda sérstaklega uppá daginn. Eftir því sem árunum fjölgar vex og dafnar afmælisbarnið. Þótt afmælisbarnið gefi sér ekki tíma til að hafa veislu er samt heimili þess opið öllum sem vilja koma og þiggja kaffi í tilefni dagsins. Heimili þess er í Hamri við Skarðshlíð á Akureyri. Afmælisbarnið er Íþróttafélagið Þór.

Það var árið 1915 að nokkrir ungir drengir af ,,eyrinni" komu sér saman um að tími væri komin á að stofna íþróttafélag, sem þjóna myndi þörf þeirra til að stunda íþróttir og félagsstarfi. Fyrir þessum hópi fór ungur drengur að nafni Friðrik Sigurður Einarsson. Fór svo að Friðrik og vinir hans af ,,eyrinni" stofnuðu Íþróttafélagið Þór Oddeyri þann 6. júní 1915. Stofnfundur félagsins var haldin í Strandgötu 5 í þvottahúsi Ragnars Ólafssonar Stórkaupmanns, sem átti eftir að verða mikill velgjörðarmaður Íþróttafélagsins. Stofnfélagar voru 46 og fyrsti formaður þess var Friðrik Sigurður Einarsson. Síðar var nafni félagsins breytt í Íþróttafélagið Þór Akureyri.

Íþróttafélagið Þór er elsta starfandi íþróttafélagið á Akureyri.

Málsháttur dagsins: Barnið vex en brókin ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband