Leita í fréttum mbl.is

Ræða Steingríms - ,,glymur hæst í tómri tunnu

Í kvöld taka mínir menn í Þór á móti Njarðvikingum í 1. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu karla á Akureyrarvelli. Fyrir leikinn er Þór í öðru sæti deildarinnar með 7 stig á meðan Njarðvikingar sitja í því  7. með 3 stig. Ef að líkum lætur fáum við gott fótboltaveður á Akureyri í kvöld svo að vonandi fjölmenni fólk á völlinn og hvetur sitt lið til sigurs. Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Nú er víðtækt reykingabann á Íslandi orðið að veruleika, því ber að fagna. Þó er til einn og einn veitingamaður sem eru svo einfaldir að halda að rekstur kaffihúsa- og veitingastaða standi og falli með því hvort þar megi reykja eður ei, það er þeirra vandi að halda það.

Steingrímur J. sannaði í gærkvöld enn og aftur að hann er mikill ræðuskörungur. Í ræðu Steingríms kom enn og aftur í ljós að það er ekki nóg að vera góður ræðumaður, maður verður að hafa eitthvað fram að færa. Steingrímur var hvass, hávær og ákveðin þegar hann þrumaði úr ræðupúlti á Alþingi um......... ekki neitt. Það er sorglegt með svo reyndan stjórnmálamann eins og hann að hann skuli ekkert læra - EKKERT.

Fróðleikur dagsins: Glymur hæst í tómri tunnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já vaá hvað maðurinn glumdi! Stresseinkenni líka áberandi.

Edda Agnarsdóttir, 1.6.2007 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband