30.5.2007 | 08:24
Botninum náð.....
Í fyrsta sinn frá árinu 1939 verða engin skipulögð hátíðarhöld hér á Akureyri á sjómannadaginn, öðru vísi mér áður brá. Konráð Alfreðsson hjá Sjómannafélagi Eyjarfjarðar segir útgerðarfélögin ekki vilja styrkja sjómennina til þessa. Án stuðnings frá útgerðarfélögunum sé þetta ekki gerlegt. Konráð segir í Fréttablaðinu ,,En nú er botninum náð og og hann er góður til að spyrna sér upp".
Hvað getur valdið þessari stefnubreytingu hjá þessum tveimur risum? Er hugsanlegt að þarna endurspeglist barátta Sjómannafélags Eyjafjarðar undir forystu Konráðs Alfreðssonar við að verja réttindi félagsmanna sinna, hver veit?
Þegar Guðmundur Kristjánsson eigandi Brims útgerðarfélags sem áður hét Útgerðarfélag Akureyringa (ÚA) keypti fyrirtækið breyttist margt. Reksturinn skrapp saman hér í bænum, það varð allt í einu óhagkvæmt að gera hér út, sem hafði gegnið skrambi vel í 50 ár það á undan.
Bæjarbúar fóru að kalla Guðmund Kristjánsson eiganda Brims því einkennilega nafni ,,Guðmundur vinalausi". Ég velti því fyrir mér hvort sú staðreynd að þessi fyrirtæki vilji ekki taka þátt í þessum degi geti orðið til þess að auka líkurnar á því að bæjarbúar fari að líta t.d. Guðmund mildari augum?
Ég veit ekki með ykkur en mér finnst afar eðlilegt að ég hafi um það ákveðnar efasemdir.
Málsháttur dagsins: Frá óhreinni keldu rennur óhreint vatn.32 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.