Leita í fréttum mbl.is

Fjörug helgi.

P5190016Mikið að gera í gær og í dag. Höfðum öll barnabörnin hjá okkur frá seinnipart laugardags og fram á eftirmiðdag sunnudags. Bökuð pizza í gær að hætti afa ,,gamla" þar sem hver og einn fékk að setja á sinn part sem honum hentaði og ekki skemmti það fyrir hjá krílunum að fá að leggja hönd á plóginn.

LífsbaráttanÞegar mannskapurinn var búinn að snæða morgunmat og skemmta sér yfir barnaefni í sjónvarpinu var haldið út á vit ævintýranna. Lá leiðin upp að andapollinum til að henda brauðmolum í ,,hausinn á öndum" eins og segir í textanum góða. Andapollurinn sem slíkur hefur nánast engum breytingum tekið frá því að afi ,,gamli" var lítill. Þó er eitt sem er breytt og það er að fjandans vargurinn er farin að gera sig full gildan á svæðinu. Mikil barátta um brauðmolana.

P5200090Að endingu var svo farið í heimsókn til lang- afa og ömmu þeirra í Seljahlíðina. Þar eins og ávallt var eitt og annað á boðstólunum sem ekki er í boði alla jafna. Þar er margt skemmtilegt dót sem litlir fingur hafa gaman að fá að handleika sem ekki fæst í foreldrahúsum. Kannski ekkert skrítið enda er það í verkahring ömmu og afa að fá að spilla barnabörnum af og til, ekki satt? Að lokum var skroppið í bílskúrinn og kíkt á bátasmíðina þar sem er verið að smiða líkan af Snæfellinu EA 740 sem var stærsta eikarskip sem smíðað var hér á Akureyri. Snæfellið var smíðað í skipasmíðastöð KEA fyrir útgerðarfélag KEA og var gert út í áratugi, glæsilegt skip.

Verður gaman þegar smíði þessa skips lýkur enda tekur langan tíma að fullgera slíka gripi ef vel á að vera.

Bendi að lokum á að komnar eru enn fleiri myndir í myndaalbúmin.

 

Fróðleikur dagsins: Þolinmæðin þrautir vinnur alla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Mikið að gera í gær og í dag. Höfðum öll barnabörnin hjá okkur frá seinnipart laugardags og fram á laugardag. ??

Sigfús Sigurþórsson., 21.5.2007 kl. 01:00

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Búbbíbey - átti að vera ,,fram á sunnudag" að sjálfsögðu, takk fyrir ábendinguna.

Páll Jóhannesson, 21.5.2007 kl. 08:04

3 identicon

Já ji hvað ég held það sé gaman að vera afi eða amma og fæ að dekra við blessuð börnin.  eitthvað til að láta sér hlakka til.

Anna Bogga (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 22:22

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þetta er gaman - og alveg óhætt að láta sig hlakka til.

Páll Jóhannesson, 21.5.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

31 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband