Leita í fréttum mbl.is

Sölmundur Karl er afmælisbarn dagsins.

Ungur jafnaðarmaður.Í dag heldur Sölmundur Karl upp á 23 ára afmælið sitt - með heldur óvenjulegum hætti. Sölli er í undirkjörstjórn og er því starfsmaður á kjörstað og mun hann eyða lunganum úr deginum innan veggja í kjördeild 1.

Sölmundur kom í heiminn á laugardegi þann 12. maí 1984 kl. 11:18 á Höfn í Hornafirði þar sem hann bjó fyrstu 3 mánuðina. Sölmundur var vatni ausinn á Höfn og var skírður í höfuðið á miklum og mætum manni og frænda sínum, sem lést langt fyrir aldur fram.

Sölmundur Karl er líkt og frændi hans mikill eðalsteinn og hinn mesti gæðapiltur. Hann er traustari en orð fá líst og vinur vina sinna. Hann veit hvað hann vill og þangað stefnir hann sem hugur hans segir honum. Þannig hefur það ávallt verið með hann.

Sölli er mikill jafnaðarmaður, Arsenal-aðdáandi, Þórsari, stjórnmálapælari. Hann hefur mikið dálæti á körfu og fótbolta fílar Arsenal og Chicago Bulls svo fátt eitt sé nefnt. Það sem að fjölskyldunni snýr þá er hann fyrst og síðast traustur og heilsteyptur einstaklingur sem ég er stoltur af. Ég er afar stoltur af því að hafa orðið þess heiður aðnjótandi að vera faðir hans. Sölmundur er eini sonur minn og ég fullyrði að ég hafi ekki geta verið heppnari með son en hann. 

Sölmundur Karl var um nokkurra ára skeið eini Íslendingurinn sem bar nafnið Sölmundur. En í dag eru þeir tveir sem bera þetta nafn því hann og einn náfrændi okkar sem býr í Reykjavík ber þetta nafn og var sá nefndur í höfuðið á afa sínum þeim sama manni og Sölmundur Karl er nefndur eftir.

Til hamingju með daginn Sölmundur Karl.

Fróðleikur dagsins: Viljir þú vitur vera sestu þá niður og hlustaðu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Til hamingju með strákinn

Rúnar Haukur Ingimarsson, 12.5.2007 kl. 12:56

2 identicon

Til hamingju með son þinn Palli.

Bói og fjölskylda

Bói (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 22:19

3 identicon

Til hamingju með soninn í gær.  Ég ætlaði svo ekki að gleyma honum og óska frænda mínum til hamingju með daginn en svo gleymdi ég því í öllum kosningar, júró listahátíðarlátunum.  Vona að drengurinn hafi átt góðan dag

Anna Bogga (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 10:45

4 Smámynd: Kári Sölmundarson

Var ekki búinn að lesa þetta en óska ykkur báðum til hamingju.  Ég er viss um að í framtíðinni líkist hann frænda sínum og nafna enn meir og sér ljósið í pólitík.  Þó verð ég að játa að sú tík hefur ekkert með gæði einstaklinga að gera.

Kári Sölmundarson, 20.5.2007 kl. 22:49

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já hún er skrítin þessi pólitík, ekki satt?

Páll Jóhannesson, 20.5.2007 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

30 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband