6.5.2007 | 17:03
Sturla vill kaupa Wilson Muuga og breyta honum í nýjan Herjólf.
Í dag bauð Samfylkingin í norðaustu kjördæmi uppá siglingu á Húna II. þar sem þemað var samgöngumál. Talsverður fjöldi fólks lét sig hafa það að mæta þrátt fyrir skítakulda og heldur leiðinlegt veður. Kristján Möller og Ásgeir Magnússon fræddu fólk um hvað er á döfinni í samgöngumálum sem og hvað það er sem ekki er á döfinni hjá núverandi ríkisstjórn. Um borð í Húna heyrði ég stórskemmtilega sögu sem tengist klúðri Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra þegar hann keypti gamlan ryðkláf frá Skotlandi og lét sigla honum heim til að breyta í Grímseyjarferju. Mun Sturla renna hýrum augum á Wilson Muuga og hafi mikinn hug á því að kaupa það skip og breyta í nýjan Herjólf.
Haldið var í siglinguna frá Torfunesbryggju um kl. 14:00 og tók siglingin um pollinn rúmlega eina klukkustund. Húni II er rúmlega 40 ára gamalt eikarskip sem smíðað var á Akureyri á árunum 1962-1963. Var þetta eitt af stærstu eikarbátum sem byggðir voru hér á landi. Húni II er rúmlega 130 tonn að stærð. Húni II er í eigu Akureyringa núna og hefur hann verið gerður upp og er afar gaman að skoða þetta gamla og glæsilega skip. Fyrsti eigandi þessa skips var Björn frá Löngumýri.
Í gærkvöld var mikið um að vera í Lárusarhúsi þar sem við Samfylkingarfólk skemmtum okkur hið besta. Var opið hús og öllum boðið að kíkja í kaffi og eiga notalega kvöldstund með okkur. Var efnt til SignStar keppni þar sem frambjóðandinn Lára Stefánsdóttir stóð uppi sem sigurvegari. Einum keppanda tókst á undraverðan hátt að ná þeim árangri að fá 3 stig í einum flutningnum á meðan keppinautur hans fékk 3000 stig. Var talað um að þetta væri líkt og að misnota vítaspyrnu þótt engin markvörður væri til staðar.
Að lokum vil ég benda ykkur lesendur góðir á að ég er búinn að setja inn myndir í myndaalbúmið sem ég tók í siglingunni.
Fróðleikur dagsins: Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu?32 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef þú vissir það ekki, þá átti frændi þinn þennan bát um tíma og gerði út. Þessi frændi þinn seldi síðan þeim aðila er hóf útgerð á kvótalausa túrhesta bátinn á fimmþúsund krónur. En báturinn var úrvalsskip og var það mjög góður kostur að geta selt einhverjum sem ætlaði að gera han upp. Þessi frændi þinn (ásamt félögum) hafði bjargað skipinu frá grottnun á Skagaströnd þangað sem hann hafði verið keyptur til að hirða af honum kvótann. Miklir erum við frændur.
Kári Sölmundarson, 6.5.2007 kl. 20:37
Ja nú verð ég að játa að þessu hafði ég gleymt - gott að fá einhvern til þess að hrista upp í minninu af og til Já við erum magnaðir.
Páll Jóhannesson, 6.5.2007 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.