Leita í fréttum mbl.is

Hver ber eiginlega ábyrgð á þessu?

GlerarhverfiHver ber eiginlega ábyrgð á þessum fjanda, ég bara spyr? Ég get ekki neytað því að mér finnst eins og eitthvað séu hlutirnir farnir að vera öðru vísi en maður átti að venjast. Þegar við sem búum hér norður á hjara veraldar erum farin að slá lóðirnar okkar í endaðan apríl. Fólk er farið að liggja á fjórum fótum við að gera blómabeðin klár fyrir sumarið. Ekki það að ég sé að væla yfir góðu veðri, en samt spyr ég mig þeirra spurninga enn og aftur ,,á þetta eftir að koma í bakið á okkur jarðarbúum þótt síðar verði?". Vissulega kemur þetta í bakið á manni með öðrum hætti á hverju vori þ.e. jú þegar maður hefur keyrt sig út á þessum vorverkum.

Varð meir en lítið undrandi þegar ég sá bloggfærslu Ástu Möller þingmann Sjálfstæðisflokksins en hún hefur áhyggjur af því að Forseti Íslands muni hafa óeðlileg afskipti af stjórnarmyndun eftir kosningar. Hún skrifa orðrétt ,, Hitt atriðið í Reykjavíkurbréfinu varðar hugsanlega virka íhlutun forseta Íslands í stjórnarmyndun, sem er áhyggjuefni og ógnun við lýðræðið í landinu.  Það er mikilvægt að allt frumkvæði í stjórnarmyndun verði á höndum forystumanna flokkanna, án afskipta og íhlutunar forsetans". Hvað hræðist Ásta Möller?

Í dag er 1. maí baráttudagur verkalýðsins. Sendi öllum baráttukveðjur af tilefni dagsins.

Fróðleikur dagsins: Sumir guðfræðingar setja spurningarmerki við erfðarsyndina, sem er hið eina í kristinni guðfærði, sem hægt er að sanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Palli, hvernig stendur á því að Samfylkingin sendir ekki efsta mann á súpufundinn? Hvaða ályktanir á maður að draga af þessu, með hliðsjón af pistli þínum fyrir stuttu um kosingafund?

Meira að segja Kristján mætir!

Varð bara að skjóta aðeins...... ;)

Sigurður Freyr (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 17:08

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já þetta er auðvitað árans hneyksli

Páll Jóhannesson, 1.5.2007 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband