Leita í fréttum mbl.is

Þetta er ekki einkamál Reykvikinga, bara alls ekki....

fokkerSamkvæmt skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu vill meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni að flugvöllurinn í Reykjavík verði áfram í Vatnsmýrinni. Þessi könnun er gerð meðal allra landsmanna - það er gott. Framtíð flugvallarins er nefnilega ekki einkamál Reykvikínga. Reykjavík er höfuðborg Íslands og á að þjóna landinu öllu á ýmsu sviðum, með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir. Því segi ég enn og aftur landsbyggðin öll verður að fá að taka þátt í ákvörgun um framtíð vallarins.

þyrlaOg fyrst maður er farin að tala um málefni tengd flugi. Þá er það með ólíkindum að menn skuli þurfa ræða hvort staðsetja eigi eina þyrlu á Akureyri eður ei.....?  Að staðsetja eina þyrlu á Akureyri ætti ekki að þurfa ræða svo augljóst er nú það. Þetta er spurning um mannslíf - og þau eru ekki metin til fjár. Þessi ákvörðun má aldrei snúast um peninga, aldrei, hér er um mannslíf að ræða.

Fróðleikur dagsins er í boði Winston Churchill: Sumir menn skipta um flokk vegna sannfæringar sinnar. Aðrir skipta um sannfæringu vegna flokks síns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Maður bæra nær þessu ekki að það þurfi að ræða þetta með þyrlu(ur) sem yrðu staðsettar á Akureyri - þarf ekki nema heilbrigða skynsemi til að sjá það. En auðvitað eru auk þess fullt af rökum sem lærðir hafa komið með þar á meðal menn úr heilbrigðisgeiranum sem og flugmenn.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 23.4.2007 kl. 17:53

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Það er rétt Rúnar - sérfræðingarnir staðfesta það sem við höfum svo oft sagt i þessum málum.

Páll Jóhannesson, 23.4.2007 kl. 18:10

3 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Já mikið óskaplega er ég sammála  þessu með þyrlu Norður og eins alltaf nauðsynlegt að lesa fróðleik dagsins. En ég er svo klikkaður að mér finnast Löngusker alveg æðisleg framtíðarhugmynd og helst að gera alvörubrautir þar með viðeigandi tengibrautum inn í vatnsmýrina. Kannski óraunhaæft en mér leiðast bara svona smáreddingar og að aldrei sé hugsað nema korter fram í tímann.

Kv. í heiðardalinn, Steini Gunn.

Þorsteinn Gunnarsson, 24.4.2007 kl. 01:37

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sæll Steini! jú ég gæti sætt mig við flugvöll á Lönguskerjum ef það er tæknilega hægt. Já það vill loða svolítið við okkur landann að hugsa aldrei nægilega langt.

Páll Jóhannesson, 24.4.2007 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

21 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband