19.4.2007 | 11:01
Flottur súpufundur Þórs og gleðilegt sumar.
Íþróttafélagið Þór stóð fyrir enn einum súpufundinum í gær. Var þetta 12. fundurinn í röðinni þessari fundaröð, sem hófst s.l. haust. Aðalgestir þessara fundar voru oddvitar minnihlutaflokkana í bæjarstjórn Akureyrar þeir Oddur Helgi Halldórsson frá Lista fólksins, Baldvin H. Sigurðsson VG og Jóhannes Bjarnason Framsókn. Mjög málefnalegur og góður fundur í alla staði. Eitt af því sem þessir herramenn voru sammála um var sú að þeir gefa lítið fyrir stuðning meirihlut bæjarstjórnar við íþróttahreyfinguna. Þennan súpufund sátu u.þ.b. 30 manns sem er heldur færra en venja er til en engu að síður skemmtilegur.
Meira tengt íþróttum því mínir menn í Þór unnu stórsigur á Magna frá Grenivík í gærkvöld í lengjubikarnum sem fram fór í Boganum 8-1. Gat því miður ekki verið á leiknum. Þá að öðum stórliðum því Eiður Smári lék með liði Barcelona gegn Getafe og skoraði Íslendingurinn knái 1 mark í 5-2 sigri Börsunga. Að lokum mátti Íslendingaliðið West Ham játa sig sigrað gegn Englandsmeisturum Chelsea í gærkvöld og eru þeir nánast komnir með annan fótinn niður í 1. deild.
Sorglegt að horfa uppá eldsvoðann í miðbæ Reykjavíkur í gæ seinasta dag vetrarins. þar sem nokkur af elstu og fallegustu húsum borgarinnar urðu eldinum að brá. Ekki eins og það hafi verið nóg því að stór hitaveituleiðsla fór í sundur í gærkvöld og breytti hluta miðbæjarins í eitt stórt gufubað. Einhverjir hlutu brunasár enda vatnið tæplega 80 gráðu heitt.
Sumarið er komið og kemur upp í huga mér ,, Nú er úti veður.... ekki á hann Grímur gott... . Hvað sem því líður vona ég að Kári frændi minn hafi haft það gott í gær því þá gekk hann í það heilaga. Vona svo innilega að þetta hafi verði góður dagur í fjölskylduni hans og dagurinn muni verða þeim eftirminnilegur.
Og af því að sumarið er komið - þá ætla ég að klæða mig upp í flíspeysuna með öllu tilheyrandi í hádeginu og grilla - já grilla. Það er sól og fallegt veður en það verður heitt í kolunum í grillinu. Barnabörnin í heimsókn og snæða grillmatinn með okkur í Drekagilinu - svo eigum við eftir að njóta dagsins.
Að lokum ágætu lesendur Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.
Fróðleikur dagsins: Læknir getur stundum afvopnað manninn með ljáinn, en hann ræður ekkert við sandinn í stundarglasinu.33 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt sumar og gott að þú minntir mig á grillið!
Edda Agnarsdóttir, 21.4.2007 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.