Leita í fréttum mbl.is

Er slátrun leyfileg inná íþróttavellinum?

Hef oft velt því fyrir mér þegar ég les fyrirsagnir sem hljóða eitthvað á þessa leið ,,Andstæðingnum slátrað" eða ,,þeir niðurlægðu andstæðing sinn í leik...." þegar skrifað er um íþróttakappleiki í þeim tilfellum þar sem lið vinnur yfirburðarsigur á andstæðingi sínum.

Eitt sinn mátti t.a.m. lesa fyrirsögn þar sem körfuboltalið vann andstæðing sinn með rúmlega 100 stiga mun ,, ....niðurlægðu andstæðing sinn á öllum sviðum körfuboltans....." þarna áttust við úrvalsdeildarlið í körfubolta með atvinnumenn innanborðs annars vegar og 2. deildarliði hins vegar þar sem getumunur mjög augljóslega mjög mikill.

Er nema vona að maður spyrji sig þeirra spurninga ,, hvenær fer þessi svokallaði yfirburðarsigur fer að snúast upp í andhverfu sína?". Er það hinn eini sanni íþróttaandi að fara með eins stóran sigur af hólmi og framast er unnt?

Á lið, sem hefur svo mikla yfirburði að það nánast hefur í hendi sér hversu stór sigurinn verður að láta kné fylgja kviði og hafa sigurinn eins stórann og mögulegt er? Er það ekki orðið svipað og ef hnefaleikamaður fengi að halda áfram að berja andstæðing sinn sem liggur eftir í gólfinu rotaður?

Alla vega verð ég oft hugsi þegar þessi staða kemur upp í hinum ýmsu leikjum. Og ekki bara það heldur er ég hugsi yfir stóru feitu fyrirsögnunum sem fréttamenn nota. T.d. hvenær slátrar lið andstæðingi sínum? Ef ekki slátrun, aftaka, varla er það leyfilegt, eða hvað?

Þetta er það sem er mér efst í huga þessa stundina, hvað svo næst kemur í ljós.

Fróðleikur dagsins: Eins manns dauði er annars brauð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband