8.4.2007 | 12:50
Akurey SF 52 var mikið og gott fley.....
Bloggþurð hér á sér þær skýringar að ég brá undir mig betri fætinum og Skódanum og ók sem leið lá á suðvestur horn landsins og dvaldi þar um sinn. Dreif mig í kirkju í Keflavík í gær þar sem frænka mín lét ausa son sinn vatni og gaf honum nafn í leiðinni. Óska frænku minni og litla drengnum hennar til hamingju með nýja fína nafnið.
Af því að fyrirsögnin á seinustu bloggfærslu þótti að sumra mati ekki sanngjörn þá skal ég játa það að ekki hef ég trú á því að kennarar séu rustar og illmenni heldur þvert á móti ágætisfólk. En í fyrirsögninni fólst spurning en ekki fullyrðing.
Bloggarinn ,,Gunnar Ísfirðingur" , sem er afar skemmtilegur bloggari stakk upp á því að við gætum haft skipti á umræðum af og til... hann bloggi um pólitík og ég um skip og báta sem dæmi. Og þar sem ég var sjómaður í 20 ár ekki af illri nauðsýn heldur af áhuga og ást minni á sjómennsku þá hef ég ákveðið að blogga smá um eitt tiltekið skip.
Fyrsta skipið sem ég réði mig á hét Akurey SF 52 var 86. tonna eikarbátur smíðaður í Danmörku rétt upp úr 1960. Réði ég mig á þennan bát fyrst árið 1975 þá 17 ára gamall. Eigandi og skipstjóri þessa báts var Haukur Runólfsson, sem er og var hinn mesti ljúflingur. Stýrimaður hjá honum var STÓR frændi minn Sölmundur heitinn Kárason sem lést langt fyrir aldur fram.
Akurey var gott skip og þótti mér mikið vænt um hana og minnist þess tíma sem ég stundaði sjó á því skipi með miklum hlýhug. Akurey var gott sjóskip en stundum erfitt. Akurey þótti jú mikil veltukolla (eða slengjan eins og margir Hornfirðingar kölluðu bátinn), en Haukur sagði ávallt ,,jú vissulega veltur báturinn nokkuð en fyrir vikið er þetta gott sjóskip". Hann benti réttilega á þá staðreynd að báturinn hreinsaði sig fljótt og örugglega í vondum veðrum.
Ég var samtals 2 vetrarvertíðir, 2 humarvertíðir eina síldarvertíð (reknet) í bland við fiskitroll á þessu eðalfleyji. Þar sem ég átti aðeins ljúfar minningar af þeim tíma sem ég var til sjós á þessum bát minnist ég því eðlilega þess tíma með miklum hlýhug.
Akurey var fyrir allmörgum árum dregin á land á Höfn í Hornafirði og er þar enn. Því miður hefur þessum báti ekki verið haldið nægjanlega vel við eins og manni finndist að ætti að vera. Fór fyrir mörgum árum síðan austur á Höfn og skoðaði þá Akureynna þar sem hún liggur og hvílir lúinn kjöl á þurru landi. Því miður drabbast þetta ágæta fley niður og bítur tímans tönn hægt og bítandi á honum og mun eyða ef vinir mínir á Höfn standa aðgerðarlausir og horfa bara á.
Því ákvað ég að reisa um þetta fley minn eigin minnisvarða og smíðaði líkan af bátnum í hlutföllunum 1:25. Kjölur og bönd eru úr krossvið, skrokkur og dekk klætt með Linditré (sem er svo gott að hita og beygja). Möstur eru rennd úr Mahony t.d. Líkanið er því u.þ.b. metri að lengd, hæð með möstrum 65 sm. Þess vegna set ég inn myndir af Akureynni og vona að þið lesendur góðir hafið gaman af. Myndin er tekin af líkaninu um jólin og því með ljósaseríu.
Í lokin ætla ég að henda inn pínulítlu um pólitík í tilefni frétta um vinsældir foringja stjórnmálaflokkana okkar. Þá segi ég enn og aftur og stend við það hvar og hvenær sem er og veit að ég mæli fyrir munn mjög margra þegar ég segi að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er glæsilegur foringi sem ég er stoltur af. Í blálokin óska ég Kristjáni Möller til hamingju með sígurinn í skíðakeppni þeirri er Íslensk Verðbréf efndu til í tilefni 20 ára afmæli fyrirtækisins. Kristján Möller hafði Kristján Þór fyrrum bæjarstjóra undir í keppninni og ef að líkum lætur þá bara einn af mörgum sem Kristján Möller mun vinna á nafna sínu Júlíussyni á næstu vikum.
Fróðleikur dagsins: Reynslan og sagan kenna oss það, að þjóðir og ríkisstjórnir hafa aldrei lært neitt af sögunni.33 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Veistu það Páll, að það að geta smíðað svona líkan er hrein náðargjöf. Maður böðlast allan liðlangan daginn með verkfærunum sínum í stærri verkum og þykist komast þokkalega frá þeim en það er fyrst í þessum smærri sem það sýnir sig hvort menn hafa eitthvað fínt í fingrunum eður ei. Mér sýnist þú hafa það. Skoðaði Akureyna fyrir tveimur árum og er sammála því að hún sé að drabbast niður. Meirihluti yfirbyggingarinnar, allt upp í brúarloft var sviðinn, líkt og kveikt hefði verið bál þar inni. Það virðist vilja vefjast fyrir mönnum að halda þessum fleytum við þegar þær hafa verið gerðar að "safngripum", og þeir verða því oftar minnismerki um sinnuleysi og slæma hirðu en um það sem stefnt var að.
Minnismerkið þitt mun standa löngu eftir að frummyndin er horfin.
Gunnar Th. (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 23:16
Jú rétt er það Gunnar mig minnir að kveikt hafi verið í bátnum fyrir nokkrum árum. Og víst er það að ég mun passa mitt líkan eins og sjáaldur augna minna- og það bara nokkuð stoltur.
Þessu til viðbótar set ég kannski mynd af Snæfellinu á bloggið sem ég er að hjálpa föður mínum við að smíða.
Páll Jóhannesson, 10.4.2007 kl. 23:23
Þakka þér fyrir þetta, ég hef misst af þessu bloggi þínu.
Kári Sölmundarson, 15.4.2007 kl. 00:23
Ekki málið þetta gerist - líka hjá þér
Páll Jóhannesson, 15.4.2007 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.